Tónlist

JóiPé og Króli frumsýna nýtt myndband við lagið Þráhyggja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórglæsilegt myndband við lagið Þráhyggja.
Stórglæsilegt myndband við lagið Þráhyggja.

Rappararnir JóiPé og Króli gáfu út nýtt lag í dag en finna má það á væntanlegri plötu sem er á leiðinni frá þeim félögum. Þeir mættu í Brennsluna á FM957 í morgun og var lagið Þráhyggja frumflutt í þættinum.

Platan Afsakið hlé kemur út á miðvikudaginn og eru 17 lög á þeirri plötu.

„Lagið fjallar í raun um pressuna að vera til. Stundum líður manni ekkert sérstaklega vel,“ segir Króli í Brennslunni í morgun.

„Við ákváðum að fara í eitthvað nýtt á þessari plötu og á henni má finna ballöðu þar sem við báðir syngjum bara.“

Klukkan tólf á hádegi var síðan nýtt myndband við lagið frumsýnt og má sjá það myndband hér að neðan. 

Hér að neðan má síðan hlusta á viðtalið við þá félaga úr Brennslunni í morgun.


Tengdar fréttir

BO(M)BA frá JóaPé og KRÓLA

Rapparinn Jói Pé hefur vakið mikla athygli hér á landi undanfarna mánuði og þá sértaklega fyrir lagið Ég vil það sem hann flytur ásamt Chase.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.