Dæmi um að afgreiðsla skipulags hafi dregist í næstum þrjú ár Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. apríl 2018 21:00 Sérfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir tafir og hæga afgreiðslu hins opinbera aftra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dæmi eru um að einföld deiliskipulagsbreyting í Reykjavík hafi dregist í á þriðja ár. Hagfræðingur segir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir fyrir árið 2040, en arkitekt varar við skyndilausnum. Samtökin héldu fjölmennan fund um íbúðarhúsnæði í morgun, þar sem farið var yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur á markaði. Í nýrri íbúðatalningu samtakanna kemur fram að talsvert meiri kraftur er nú í uppbyggingu húsnæðis en áður. Langmest er uppbyggingin í Reykjavík, en hlutfallslega er hún hins vegar mest í Mosfellsbæ. Betur má þó, ef duga skal – að mati Ingólfs Benders, hagfræðings SI. „Í takt við vaxandi íbúafjölda, vöxt deilihagkerfisins o.s.frv. á síðustu árum þá vantar okkur u.þ.b. 45 þúsund nýjar íbúðir inn á þennan markað í landinu öllu fram til 2040,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að þó uppbygging hafi nú aukist hafi framkvæmdir verið látnar bíða alltof lengi. „Í fyrra t.a.m., þegar fólki í landinu fjölgaði um tíu þúsund þá voru ekki byggðar nema 1.700 íbúðir. Þá voru tæplega sex nýir íbúar að bítast um hverja nýja íbúð,“ bendir Ingólfur á.Skriffinskan hamli uppbyggingu Óþörf skriffinska, skortur á rafrænni stjórnsýslu og of dreifð ábyrgð á málaflokknum sætti gagnrýni á fundinum. Þannig nefndi sérfræðingur dæmi um deiliskipulagsbreytingu í Úlfarsárdal, þar sem byggja átti parhús en til stóð að gera þess í stað ráð fyrir stærra fjölbýlishúsi – til að mæta aukinni eftirspurn. „Það tók tvö ár, bara frá því að tillagan kemur fram þar til samþykkt er að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu. Það voru tvö ár, svo líða þrjú ár í heildina þar til útboðsskilmálar vegna byggingarréttar á lóðunum voru auglýstir. Og þá er ekki enn farið að byggja, þegar komin eru þrjú ár,“ segir Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Arkitektinn Pétur Ármannson varar við því að hverfa til skyndilausna á borð við einingahús. Hann segir rétt að líta til þeirra hverfa sem byggð hafi verið við sambærilegar aðstæður í gegnum tíðina og læra af reynslunni – frekar en að kasta til höndum. „Nú er verið að leita að einhverjum töfralausnum frá útlöndum, einhverjum svona „fiffum“, en ég held að miklu betra og vænlegra til árangurs sé að læra af því hvernig við höfum verið að takast á við þetta. Við erum með 100 ára sögu af því að leita erfið húsnæðismál í þéttbýli á Íslandi,“ segir Pétur. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Sérfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir tafir og hæga afgreiðslu hins opinbera aftra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dæmi eru um að einföld deiliskipulagsbreyting í Reykjavík hafi dregist í á þriðja ár. Hagfræðingur segir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir fyrir árið 2040, en arkitekt varar við skyndilausnum. Samtökin héldu fjölmennan fund um íbúðarhúsnæði í morgun, þar sem farið var yfir núverandi stöðu og framtíðarhorfur á markaði. Í nýrri íbúðatalningu samtakanna kemur fram að talsvert meiri kraftur er nú í uppbyggingu húsnæðis en áður. Langmest er uppbyggingin í Reykjavík, en hlutfallslega er hún hins vegar mest í Mosfellsbæ. Betur má þó, ef duga skal – að mati Ingólfs Benders, hagfræðings SI. „Í takt við vaxandi íbúafjölda, vöxt deilihagkerfisins o.s.frv. á síðustu árum þá vantar okkur u.þ.b. 45 þúsund nýjar íbúðir inn á þennan markað í landinu öllu fram til 2040,“ segir Ingólfur. Hann bendir á að þó uppbygging hafi nú aukist hafi framkvæmdir verið látnar bíða alltof lengi. „Í fyrra t.a.m., þegar fólki í landinu fjölgaði um tíu þúsund þá voru ekki byggðar nema 1.700 íbúðir. Þá voru tæplega sex nýir íbúar að bítast um hverja nýja íbúð,“ bendir Ingólfur á.Skriffinskan hamli uppbyggingu Óþörf skriffinska, skortur á rafrænni stjórnsýslu og of dreifð ábyrgð á málaflokknum sætti gagnrýni á fundinum. Þannig nefndi sérfræðingur dæmi um deiliskipulagsbreytingu í Úlfarsárdal, þar sem byggja átti parhús en til stóð að gera þess í stað ráð fyrir stærra fjölbýlishúsi – til að mæta aukinni eftirspurn. „Það tók tvö ár, bara frá því að tillagan kemur fram þar til samþykkt er að auglýsa breytingu á deiliskipulaginu. Það voru tvö ár, svo líða þrjú ár í heildina þar til útboðsskilmálar vegna byggingarréttar á lóðunum voru auglýstir. Og þá er ekki enn farið að byggja, þegar komin eru þrjú ár,“ segir Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI. Arkitektinn Pétur Ármannson varar við því að hverfa til skyndilausna á borð við einingahús. Hann segir rétt að líta til þeirra hverfa sem byggð hafi verið við sambærilegar aðstæður í gegnum tíðina og læra af reynslunni – frekar en að kasta til höndum. „Nú er verið að leita að einhverjum töfralausnum frá útlöndum, einhverjum svona „fiffum“, en ég held að miklu betra og vænlegra til árangurs sé að læra af því hvernig við höfum verið að takast á við þetta. Við erum með 100 ára sögu af því að leita erfið húsnæðismál í þéttbýli á Íslandi,“ segir Pétur.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira