Mamic dæmdur í fangelsi en flúði | Modric kærður fyrir meinsæri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júní 2018 21:30 Hinn umdeildi Zdravko Mamic. vísir/getty Hinn umdeildi Zdravko Mamic, sem hefur verið áhrifaríkasti maðurinn í króatíska fótboltanum um árabil, er á leið í fangelsi og stærsta stjarna Króata, Luka Modric, er ekkert í sérstökum málum. Mamic var í dag dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu. Hann dró að sér milljónir er hann stýrði öllu hjá Dinamo Zagreb. Hann flúði til Bosníu í gærkvöldi og óvíst hvort hægt verði að hafa hendur í hári hans. Miðjumaður Real Madrid og fyrirliði króatíska landsliðsins, Luka Modric, var kærður fyrir meinsæri enda leikur sterkur grunur á því að hann hafi borið ljúgvitni í réttarhöldum Mamic. Mál Modric mun ekki hafa nein áhrif á þátttöku hans á HM í Rússlandi. Tekið verður á honum síðar.Stuðningsmenn Dinamo mótmæla hér Mamic.vísir/gettyMamic hefur lengi verið umdeildur og spjöll ofanritaðs við króatíska blaðamenn síðustu ár hafa leitt það í ljós að þeir hafa beðið eftir því að losna við Mamic. Fyrr yrði ekki friður í króatíska boltanum. Mamic var ekki bara framkvæmdastjóri Dinamo heldur var hann einnig varaforseti króatíska knattspyrnusambandsins. Í áraraðir hafa stuðningsmenn Dinamo sakað hann um að stela peningum er stórir leikmenn á borð við Modric hafa verið seldir frá félaginu. Hann gerði svo bróðir sinn, Zoran, að þjálfara liðsins en þeir voru að lokum handteknir árið 2015. Þeir voru kærðir fyrir að draga að sér fé og svíkja undan skatti. Bróðir hans var einnig sakfelldur sem og tveir aðrir sem tóku þátt í undanskotinu. Mamic var síðar það ár heppinn að lifa af skotárás er hann heimsótti gröf föður síns. Hann varð fyrir skoti en slapp vel. Þó svo Mamic hafi flúið þá er þetta gleðidagur fyrir stuðningsmenn Dinamo sem eru lausir við hann. Sama hvort hann er í steininum eða Bosníu. Mikil mótmæli hafa verið gegn honum í áraraðir og því hefur fylgt lítil mæting á leiki liðsins. Þeir sem voru hvað reiðastir stofnuðu nýtt knattspyrnufélag. Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira
Hinn umdeildi Zdravko Mamic, sem hefur verið áhrifaríkasti maðurinn í króatíska fótboltanum um árabil, er á leið í fangelsi og stærsta stjarna Króata, Luka Modric, er ekkert í sérstökum málum. Mamic var í dag dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu. Hann dró að sér milljónir er hann stýrði öllu hjá Dinamo Zagreb. Hann flúði til Bosníu í gærkvöldi og óvíst hvort hægt verði að hafa hendur í hári hans. Miðjumaður Real Madrid og fyrirliði króatíska landsliðsins, Luka Modric, var kærður fyrir meinsæri enda leikur sterkur grunur á því að hann hafi borið ljúgvitni í réttarhöldum Mamic. Mál Modric mun ekki hafa nein áhrif á þátttöku hans á HM í Rússlandi. Tekið verður á honum síðar.Stuðningsmenn Dinamo mótmæla hér Mamic.vísir/gettyMamic hefur lengi verið umdeildur og spjöll ofanritaðs við króatíska blaðamenn síðustu ár hafa leitt það í ljós að þeir hafa beðið eftir því að losna við Mamic. Fyrr yrði ekki friður í króatíska boltanum. Mamic var ekki bara framkvæmdastjóri Dinamo heldur var hann einnig varaforseti króatíska knattspyrnusambandsins. Í áraraðir hafa stuðningsmenn Dinamo sakað hann um að stela peningum er stórir leikmenn á borð við Modric hafa verið seldir frá félaginu. Hann gerði svo bróðir sinn, Zoran, að þjálfara liðsins en þeir voru að lokum handteknir árið 2015. Þeir voru kærðir fyrir að draga að sér fé og svíkja undan skatti. Bróðir hans var einnig sakfelldur sem og tveir aðrir sem tóku þátt í undanskotinu. Mamic var síðar það ár heppinn að lifa af skotárás er hann heimsótti gröf föður síns. Hann varð fyrir skoti en slapp vel. Þó svo Mamic hafi flúið þá er þetta gleðidagur fyrir stuðningsmenn Dinamo sem eru lausir við hann. Sama hvort hann er í steininum eða Bosníu. Mikil mótmæli hafa verið gegn honum í áraraðir og því hefur fylgt lítil mæting á leiki liðsins. Þeir sem voru hvað reiðastir stofnuðu nýtt knattspyrnufélag.
Fótbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Sjá meira