ISIS felldi tugi í tveimur árásum í Írak og Kabúl Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. mars 2018 06:00 Baráttunni gegn ISIS er ekki lokið þótt samtökin hafi misst höfuðvígi "Kalífadæmisins“. Myndin er úr safni. Vísir/AFP Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst nærri allt það landsvæði sem þau sölsuðu undir sig á undanförnum árum eru þau enn fær um að valda gífurlegu tjóni. ISIS-liðar lýstu yfir ábyrgð á tveimur árásum sem gerðar voru í gær. Önnur þeirra var gerð í norðurhluta Íraks og hin í afgönsku höfuðborginni Kabúl. ISIS-liðinn Talha al-Bishawri sprengdi sig í loft upp í Kabúl þar sem sjíamúslimar voru að fagna nowruz, íranska nýárinu. Íslamska ríkið, sem og önnur hryðjuverkasamtök, telja að íranska nýárið stangist á við íslam. Í ábyrgðaryfirlýsingu samtakanna segir að um hundrað hafi farist en afganskir miðlar segja að 26 hafi fallið hið minnsta. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fordæmdi árásina harðlega í gær. Sagði hana glæp gegn mannkyninu. „Forsetinn hefur skipað viðeigandi aðilum að gera allt sem hægt er til að græða sár þeirra særðu og vottar aðstandendum fórnarlamba samúð sína,“ sagði í yfirlýsingu. Samtökin réðust einnig á sjíamúslima í Írak, nánar tiltekið á veginum á milli Bagdad og Kirkuk í norðurhluta landsins. ISIS-miðillinn Amaq greindi frá því að skotið hafi verið á fórnarlömbin með sjálfvirkum rifflum á meðan þau voru um borð í rútu sinni og dóu 35 eða særðust í árásinni. Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir indverskra verkamanna myrtir af ISIS Mennirnir voru handsamaðir í skyndisókn ISIS árið 2014 og hafa Indverjar ávalt haldið í vonina um að þeir væru á lífi. 20. mars 2018 13:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Þótt hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki hafi misst nærri allt það landsvæði sem þau sölsuðu undir sig á undanförnum árum eru þau enn fær um að valda gífurlegu tjóni. ISIS-liðar lýstu yfir ábyrgð á tveimur árásum sem gerðar voru í gær. Önnur þeirra var gerð í norðurhluta Íraks og hin í afgönsku höfuðborginni Kabúl. ISIS-liðinn Talha al-Bishawri sprengdi sig í loft upp í Kabúl þar sem sjíamúslimar voru að fagna nowruz, íranska nýárinu. Íslamska ríkið, sem og önnur hryðjuverkasamtök, telja að íranska nýárið stangist á við íslam. Í ábyrgðaryfirlýsingu samtakanna segir að um hundrað hafi farist en afganskir miðlar segja að 26 hafi fallið hið minnsta. Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fordæmdi árásina harðlega í gær. Sagði hana glæp gegn mannkyninu. „Forsetinn hefur skipað viðeigandi aðilum að gera allt sem hægt er til að græða sár þeirra særðu og vottar aðstandendum fórnarlamba samúð sína,“ sagði í yfirlýsingu. Samtökin réðust einnig á sjíamúslima í Írak, nánar tiltekið á veginum á milli Bagdad og Kirkuk í norðurhluta landsins. ISIS-miðillinn Amaq greindi frá því að skotið hafi verið á fórnarlömbin með sjálfvirkum rifflum á meðan þau voru um borð í rútu sinni og dóu 35 eða særðust í árásinni.
Birtist í Fréttablaðinu Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Tugir indverskra verkamanna myrtir af ISIS Mennirnir voru handsamaðir í skyndisókn ISIS árið 2014 og hafa Indverjar ávalt haldið í vonina um að þeir væru á lífi. 20. mars 2018 13:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Tugir indverskra verkamanna myrtir af ISIS Mennirnir voru handsamaðir í skyndisókn ISIS árið 2014 og hafa Indverjar ávalt haldið í vonina um að þeir væru á lífi. 20. mars 2018 13:00