Klappa þegar þeir heyra um Norðurlandamet íslenskra drengja í klámáhorfi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2018 14:41 Kolbrún segir að pressan á að senda nektarmyndir og pressan á að dreifa myndum sé mikil. „Meðalaldur drengja þegar þeir byrja að horfa á klám er rúm 11 ár og þá erum við að tala um meðalaldur. Þannig að það er hellingur af drengjum sem er undir 11 ára þegar þeir sjá klám,“ sagði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir í erindi sínu Áhrif klámvæðingar á samskipti kynjanna á opnum fundi um #metoo í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Þar sagði hún að íslenskir drengir eigi Norðurlandamet í klámáhorfi. „Ég hef farið mikið í menntaskóla og grunnskóla, og þegar ég fer í menntaskólana og minnist á þetta, þá klappa þeir rosalega oft. Þeim finnst þetta geggjað töff.“ Í stærstu rannsókninni sem hefur verið gerð á innihaldi nútímaklámefnis kom í ljós að 89 prósent af því klámi sem halað er niður í dag inniheldur ofbeldi gegn konum. „Frá munnlegu ofbeldi, hóra, píka, drusla, yfir í mjög gróft líkamlegt ofbeldi. Þar sem er verið að fylla í hvert gat konunnar, hún er algjörlega undir hælnum á körlunum sem geta verið einn og upp í sjö. Þeir pissa á hana, þeir brunda framan í hana, þeir lemja hana, þeir meiða hana og þeir níðast á henni og þeim finnst það bara fínt. Þetta eru börnin okkar að sjá.“Eftirspurn eftir barnaklámi Kolbrún segir að með þessu séu börn svipt sakleysi sínu á augabragði. Hún benti einnig á að á klámsíðum sé flokkurinn unglingar eða „teens“ alltaf einn sá vinsælasti. Hún segir að leitað sé að barnaklámi 116 þúsund sinnum á dag á Google og þessi táningaflokkur hafi verið búin til til þess að svara þessari eftirspurn þar sem barnaklám er ólöglegt. „Eftirspurnin eftir því að sjá börn í klámi er mikil.“ Í kláminu er konan oftast undirskipuð karlinum, hann tekur og hún þjónar. Þetta birtist líka í auglýsingum, birtingarmyndin er víða. Bæði í kláminu og auglýsingunum eru konurnar oftast ekki sýndar mótmæla. „Skilaboðin eru strákar takið, þið megið, þeim finnst þetta allt í lagi konunum, þær gera enga athugasemd við þetta.“ Svipaða sögu er að segja um tónlistarmyndbönd. Kolbrún bendir á að 80 prósent þeirra sem stjórna þessum bransa séu karlkyns.Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir ræddi meðal annars að 89 prósent af því klámi sem halað er niður í dag inniheldur ofbeldi gegn konum.SkjáskotUpplifa pressu um að senda eða dreifa nektarmyndum „Það sem við erum líka að sjá að klámvæðingin er að smitast yfir í börnin okkar á svo margan hátt í samskiptum þeirra og þá ekki síst í gegnum samfélagsmiðlana þar sem þau eru bæði stelpur og strákar undir gríðarlegri pressu að senda nektarmyndir eða senda grófar myndir, senda myndir af sér léttklædd og annað slíkt.“ Kolbrún segir að oft átti börnin sig ekki alltaf á því hvað sé í gangi. „Við eigum líkamann okkar, ef ég vil taka mynd af líkamanum mínum þá hef ég fullt leyfi til þess, ég má það. Ég má senda einhverjum mynd af mér ef ég vil en ef einhver sendir mér mynd þá má ég ekki senda hana áfram. Þá er ég bæði að brjóta trúnað og ég er líka að brjóta lög. Börnin okkar þau staldra ekkert endilega við þetta.“ Sýndi hún skjáskot þar sem ungur drengur biður vini sína að dreifa nektarmynd af stúlku sem þeir þekkja ekki. Mun oftar er brotið á stúlkum með þessum hætti. „Pressan á að senda myndir og pressan á að dreifa myndum er mikil.“ Upptöku frá fundinum má finna í spilaranum hér að neðan, erindi Kolbrúnar hefst á mínútu 16:30. Á fundinum í dag hélt einnig Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnunarávarp og svo talaði Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar um stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti, kynferðislegri- og kynbundinni áreitni og ofbeldi ásamt verkferlum þeim tengdum. Þorsteinn V. Einarsson talaði um samfélagsmiðlaátakið #karlmennskan. Finnborg Salome Steinþórsdóttir fjallaði um vinnumenningu og kynjatengsl og Nicole Leigh Mosty, verkefnastjóri á velferðarsviði, ræddi um stöðu kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum. Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
„Meðalaldur drengja þegar þeir byrja að horfa á klám er rúm 11 ár og þá erum við að tala um meðalaldur. Þannig að það er hellingur af drengjum sem er undir 11 ára þegar þeir sjá klám,“ sagði Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir í erindi sínu Áhrif klámvæðingar á samskipti kynjanna á opnum fundi um #metoo í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Þar sagði hún að íslenskir drengir eigi Norðurlandamet í klámáhorfi. „Ég hef farið mikið í menntaskóla og grunnskóla, og þegar ég fer í menntaskólana og minnist á þetta, þá klappa þeir rosalega oft. Þeim finnst þetta geggjað töff.“ Í stærstu rannsókninni sem hefur verið gerð á innihaldi nútímaklámefnis kom í ljós að 89 prósent af því klámi sem halað er niður í dag inniheldur ofbeldi gegn konum. „Frá munnlegu ofbeldi, hóra, píka, drusla, yfir í mjög gróft líkamlegt ofbeldi. Þar sem er verið að fylla í hvert gat konunnar, hún er algjörlega undir hælnum á körlunum sem geta verið einn og upp í sjö. Þeir pissa á hana, þeir brunda framan í hana, þeir lemja hana, þeir meiða hana og þeir níðast á henni og þeim finnst það bara fínt. Þetta eru börnin okkar að sjá.“Eftirspurn eftir barnaklámi Kolbrún segir að með þessu séu börn svipt sakleysi sínu á augabragði. Hún benti einnig á að á klámsíðum sé flokkurinn unglingar eða „teens“ alltaf einn sá vinsælasti. Hún segir að leitað sé að barnaklámi 116 þúsund sinnum á dag á Google og þessi táningaflokkur hafi verið búin til til þess að svara þessari eftirspurn þar sem barnaklám er ólöglegt. „Eftirspurnin eftir því að sjá börn í klámi er mikil.“ Í kláminu er konan oftast undirskipuð karlinum, hann tekur og hún þjónar. Þetta birtist líka í auglýsingum, birtingarmyndin er víða. Bæði í kláminu og auglýsingunum eru konurnar oftast ekki sýndar mótmæla. „Skilaboðin eru strákar takið, þið megið, þeim finnst þetta allt í lagi konunum, þær gera enga athugasemd við þetta.“ Svipaða sögu er að segja um tónlistarmyndbönd. Kolbrún bendir á að 80 prósent þeirra sem stjórna þessum bransa séu karlkyns.Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir ræddi meðal annars að 89 prósent af því klámi sem halað er niður í dag inniheldur ofbeldi gegn konum.SkjáskotUpplifa pressu um að senda eða dreifa nektarmyndum „Það sem við erum líka að sjá að klámvæðingin er að smitast yfir í börnin okkar á svo margan hátt í samskiptum þeirra og þá ekki síst í gegnum samfélagsmiðlana þar sem þau eru bæði stelpur og strákar undir gríðarlegri pressu að senda nektarmyndir eða senda grófar myndir, senda myndir af sér léttklædd og annað slíkt.“ Kolbrún segir að oft átti börnin sig ekki alltaf á því hvað sé í gangi. „Við eigum líkamann okkar, ef ég vil taka mynd af líkamanum mínum þá hef ég fullt leyfi til þess, ég má það. Ég má senda einhverjum mynd af mér ef ég vil en ef einhver sendir mér mynd þá má ég ekki senda hana áfram. Þá er ég bæði að brjóta trúnað og ég er líka að brjóta lög. Börnin okkar þau staldra ekkert endilega við þetta.“ Sýndi hún skjáskot þar sem ungur drengur biður vini sína að dreifa nektarmynd af stúlku sem þeir þekkja ekki. Mun oftar er brotið á stúlkum með þessum hætti. „Pressan á að senda myndir og pressan á að dreifa myndum er mikil.“ Upptöku frá fundinum má finna í spilaranum hér að neðan, erindi Kolbrúnar hefst á mínútu 16:30. Á fundinum í dag hélt einnig Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnunarávarp og svo talaði Ragnhildur Ísaksdóttir starfsmannastjóri Reykjavíkurborgar um stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti, kynferðislegri- og kynbundinni áreitni og ofbeldi ásamt verkferlum þeim tengdum. Þorsteinn V. Einarsson talaði um samfélagsmiðlaátakið #karlmennskan. Finnborg Salome Steinþórsdóttir fjallaði um vinnumenningu og kynjatengsl og Nicole Leigh Mosty, verkefnastjóri á velferðarsviði, ræddi um stöðu kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaðnum.
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira