Dagur og Eyþór láta hvor annan heyra það á Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 21:30 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson eru byrjaðir í kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. vísir Þeir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, létu hvorn annan heyra það á samfélagsmiðlinum Facebook í dag. Dagur tók sig til í morgun og gagnrýndi Eyþór og Sjálfstæðisflokkinn í borginni fyrir hugmyndir þeirra um uppbyggingu í Keldnahverfi sem frambjóðendur flokksins kynntu á íbúafundi í Grafarvogi í gær. Á fundinum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn hugmyndir sínar um að færa stofnanir og atvinnutækifæri á Keldnasvæðið ásamt byggð sem myndi efla sjálfstætt og sjálfbært samfélag í Grafarvogi, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þá kom jafnframt fram á fundinum að flokkurinn ætlaði að beita sér fyrir einföldum lausnum í umferðarmálum sem munu koma til með að minnka tafatíma í austari hverfum borgarinnar.„Óraunsæi og skortur á framtíðarsýn“ Borgarstjóri gefur lítið fyrir þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna ef marka má Facebook-færslu hans frá því í dag. Þar segir hann að í þeim „birtist vel óraunsæi og skortur á framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Það er full ástæða til að vara borgarbúa við þessu, ekki síst þá sem búa í austurhluta borgarinnar og nota Miklubraut til að komast leiðar sinnar til og frá vinnu.“ Þá segir hann að Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn Borgarlínu og öðrum lykilleiðum sem séu hugsaðar til þess að létta á umferð. Hann boði engu að síður hverfi í landi Keldna við Grafarvog en að sögn Dags hefur uppbygging þar ávallt verið háð því að Borgarlína verði að veruleika. Vísar borgarstjóri í viljayfirlýsingu ríkis og borgar um viðræður um Keldnalandið frá því á síðasta ári. „Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar Keldnahverfi án nokkurra samgöngulausna og ætlar með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklubraut. Þetta er mjög vanhugsað og eiginlega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Breiðholti hafi ekki fengið kaldari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á daglegar samgöngur þessa helmings borgarbúa og þar með lífsgæði,“ segir Dagur. „Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við“ Eyþór gagnrýnir síðan Dag á Facebook-síðu sinni fyrir að boða aðgerðaáætlun í leikskólamálum „korter í kosningar“ eins og hann orðar það. Eyþór bendir á að Dagur hafi verið átta ár í meirihluta í borginni og ástandið sé því algerlega á hans ábyrgð. „Dagforeldrum hefur fækkað um þriðjung og leikskólar hafa verið svo vanmannaðir að hundruð börn hafa verið send heim í vetur. Það er þunnur þrettándi að mæta núna korter í kosningar á glærusýningum og lofa að laga það sem borgartjórnarmeirihlutinn hefur vanrækt. Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við. Við viljum leysa vandann með því að forgangsraða rétt. Hætta í gæluverkefnunum sem hafa verið í forgangi og setja fjármagnið í að leysa þessi mál svo sómi sé að. Það er ekki trúverðugt að að þeir sem vandanum hafa valdið boði nú lausnir í nýjum loforðum!“ segir Eyþór. Dagur var spurður út í það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvers vegna aðgerðaáætlunin í leikskólamálum hefði ekki komið fram fyrr og hvort ekki væri einmitt um að ræða stóra kosningaloforðið. Svaraði hann því til að málið snerist ekki um kosningar; ástæðan fyrir því að áætlunin hefði ekki komið fram strax í haust væri að borgin hefði viljað sjá fram úr mannekluvanda leikskólanna fyrst. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Þeir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, létu hvorn annan heyra það á samfélagsmiðlinum Facebook í dag. Dagur tók sig til í morgun og gagnrýndi Eyþór og Sjálfstæðisflokkinn í borginni fyrir hugmyndir þeirra um uppbyggingu í Keldnahverfi sem frambjóðendur flokksins kynntu á íbúafundi í Grafarvogi í gær. Á fundinum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn hugmyndir sínar um að færa stofnanir og atvinnutækifæri á Keldnasvæðið ásamt byggð sem myndi efla sjálfstætt og sjálfbært samfélag í Grafarvogi, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þá kom jafnframt fram á fundinum að flokkurinn ætlaði að beita sér fyrir einföldum lausnum í umferðarmálum sem munu koma til með að minnka tafatíma í austari hverfum borgarinnar.„Óraunsæi og skortur á framtíðarsýn“ Borgarstjóri gefur lítið fyrir þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna ef marka má Facebook-færslu hans frá því í dag. Þar segir hann að í þeim „birtist vel óraunsæi og skortur á framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Það er full ástæða til að vara borgarbúa við þessu, ekki síst þá sem búa í austurhluta borgarinnar og nota Miklubraut til að komast leiðar sinnar til og frá vinnu.“ Þá segir hann að Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn Borgarlínu og öðrum lykilleiðum sem séu hugsaðar til þess að létta á umferð. Hann boði engu að síður hverfi í landi Keldna við Grafarvog en að sögn Dags hefur uppbygging þar ávallt verið háð því að Borgarlína verði að veruleika. Vísar borgarstjóri í viljayfirlýsingu ríkis og borgar um viðræður um Keldnalandið frá því á síðasta ári. „Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar Keldnahverfi án nokkurra samgöngulausna og ætlar með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklubraut. Þetta er mjög vanhugsað og eiginlega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Breiðholti hafi ekki fengið kaldari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á daglegar samgöngur þessa helmings borgarbúa og þar með lífsgæði,“ segir Dagur. „Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við“ Eyþór gagnrýnir síðan Dag á Facebook-síðu sinni fyrir að boða aðgerðaáætlun í leikskólamálum „korter í kosningar“ eins og hann orðar það. Eyþór bendir á að Dagur hafi verið átta ár í meirihluta í borginni og ástandið sé því algerlega á hans ábyrgð. „Dagforeldrum hefur fækkað um þriðjung og leikskólar hafa verið svo vanmannaðir að hundruð börn hafa verið send heim í vetur. Það er þunnur þrettándi að mæta núna korter í kosningar á glærusýningum og lofa að laga það sem borgartjórnarmeirihlutinn hefur vanrækt. Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við. Við viljum leysa vandann með því að forgangsraða rétt. Hætta í gæluverkefnunum sem hafa verið í forgangi og setja fjármagnið í að leysa þessi mál svo sómi sé að. Það er ekki trúverðugt að að þeir sem vandanum hafa valdið boði nú lausnir í nýjum loforðum!“ segir Eyþór. Dagur var spurður út í það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvers vegna aðgerðaáætlunin í leikskólamálum hefði ekki komið fram fyrr og hvort ekki væri einmitt um að ræða stóra kosningaloforðið. Svaraði hann því til að málið snerist ekki um kosningar; ástæðan fyrir því að áætlunin hefði ekki komið fram strax í haust væri að borgin hefði viljað sjá fram úr mannekluvanda leikskólanna fyrst.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Sjá meira
Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01