Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. febrúar 2018 12:01 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson ætla sér borgarstjórastólinn. Vísir Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Eyþór Arnalds, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, þurfti frá að hverfa á fundi þingmanna Reykjavíkur og borgarstjórnar í Höfða eftir hádegið í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins í borginni, tók Eyþór með sér á fundinn. „Guðlaugur Þór utanríkisráðherra biður mig að mæta með sér klukkan hálf þrjú að hitta borgarstjórn. Ég er nýr oddviti í þeim flokki sem er stærstur og þigg það strax. Ég tel það gott fyrir Reykvíkinga að þingmenn fái skýra og sterka rödd sem segir ríkinu að gleyma okkur ekki, um það snýst samtalið,“ segir Eyþór í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt heimildum Vísis ráku margir fundargestir upp stór augu þegar þeir sáu Eyþór í Höfða. Meðal þeirra sem þangað voru mættir voru Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Fundurinn er ekki sá fyrsti sinnar tegundar. Nú stendur yfir kjördæmavika þingmanna og hafa slíkar vikur áður verið nýttar til funda á borð við þennan. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri varð var við Eyþór og benti honum á að um væri að ræða fund fyrir þingmenn borgarinnar og borgarstjórn. Honum væri því ekki boðið frekar en öðrum sem ekki hefðu fengið fundarboð. Guðlaugur Þór Þórðarson dómsmálaráðherra er þingmaður Sjálfstæðismanna í Reykjavík.vísir/stefánÆtlaði að setjast við fundarborðið Eyþór hélt þó kyrru fyrir og þegar borgarstjóri bauð fundargestum um að fá sér sæti, nú skyldi fundað, ætlaði Eyþór að tylla sér við borðið. „En þá bar svo við að Dagur vildi ekki þiggja þess aðstoð og sagði þetta ekki frambjóðendafund. Þannig að ég kvaddi bara kaffiboðið og sagði við hann að það væri fínt þá að halda frambjóðendafund sem fyrst og að hann skyldi haldinn í Höfða,“ bætir Eyþór við. Guðlaugur Þór maldaði í móinn fyrir flokksfélaga sinn sem ákvað þó að yfirgefa samkomuna. Dagur segir í samtali við Vísi málið ósköp einfalt. „Í kjördæmaviku hittast þingmenn Reykjavíkur og borgarfulltrúar. Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök. Frambjóðendum var alls ekki boðið. Ég er viss um að Vigdís Hauksdóttir hefði líka verið til í að koma. Það verður bara að halda sérfund fyrir þau. Við gerum það bara ef áhugi er fyrir hendi.“ Vísaði Dagur til þess að Vigdís Hauksdóttir væri sömuleiðis oddviti í Reykjavík, fyrir Miðflokkinn.Utanríkisráðherra steinhissa Guðlaugur Þór Þórðarson segist ekki hafa trúað því sem fyrir augu bar á fundinum í gær. „Ég algjörlega axla ábyrgð í þessu máli. Ég verð að viðurkenna að þótt ég hafi verið í stjórnmálum nokkuð lengi hafði ég ekki hugmyndaflug í að svona yrði tekið á málinu,“ segir Guðlaugur í samtali við Vísi.Uppfært klukkan 13:02 með ummælum frá Guðlaugi Þór.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47 Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Fleiri fréttir Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Sjá meira
Dagur heldur velli en Eyþór sækir á Meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna héldi velli í borgarstjórn Reykjavíkur, samkvæmt könnun Gallups. 8. febrúar 2018 07:47
Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15
Líf vill áframhaldandi samstarf við Dag Vinstri grænir í lykilstöðu í borginni. 12. febrúar 2018 11:39