Innlent

Tveir lögreglumenn urðu fyrir meiðslum

Atli Ísleifsson skrifar
Mikill erill var hjá lögreglu á nýársnótt.
Mikill erill var hjá lögreglu á nýársnótt. Vísir/Vilhelm
Alls komu rúmlega 150 mál inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu síðasta hálfa sólarhringinn. Í dagbók lögreglu kemur fram að mörg þeirra hafi tengst ölvun og annars ónæðis. Fangageymslur eru nánast fullnýttar og þá hafi tveir lögreglumenn orðið fyrir meiðslum, annars vegar í handtöku og hins vegar eftirför.

Í dagbók segir að ölvaður maður hafi verið fluttur á lögreglustöð eftir að ekki hafi tekist að koma honum heim til sín. Á lögreglustöðinni hafi hann verið æstur og reynt að grípa til úðavopns og annars í vesti lögreglumanns. Þá hafi hann einnig reynt að bíta lögreglumann. Maðurinn gistir nú fangageymslur.

Lögreglumenn þurftu að vísa manni út af hóteli í miðborginni sökum vímuástands. Maðurinn varð ekki við fyrirmælum lögreglu, var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Segir að hann hafi veitt lögreglu mótspyrnu en verið  yfirbugaður.

Alls voru sex ökumenn stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þessara ökumanna stöðvaði ekki fyrr en eftir stutta eftirför, en ökumaður og farþegi gista fangageymslur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×