Tími kominn til að friða miðborgina sem íbúðahverfi Sighvatur skrifar 5. júlí 2018 07:00 Frá samráðsfundi borgarinnar með íbúum vegna vinnu við nýja ferðamálastefnu. Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, segir nauðsynlegt að íbúar, ferðaþjónusta og borgin tali saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Ég fagna því að það sé verið að ræða saman og taka stöðuna á þessum málum. Það er löngu tímabært. Við þurfum skýrar og einfaldar reglur sem farið er eftir um hvernig þetta eigi að vera. Í gegnum tíðina hefur þetta verið svolítið stjórnlaust,“ segir Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, um vinnu við nýja ferðamálastefnu borgarinnar. Að sögn Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hafa undanfarnar vikur verið stigin fyrstu skrefin í vinnu við nýja ferðamálastefnu borgarinnar. Liður í þeirri vinnu var samráðsfundur með íbúum sem fram fór á þriðjudagskvöld en fram undan er meðal annars samráðsfundur borgarinnar með aðilum í ferðaþjónustu. Nýja stefnan mun leysa eldri stefnu frá 2011 af hólmi. „Eins og allir sjá hefur ferðaþjónustan vaxið mjög á þeim árum sem liðin eru og tímabært að móta nýja sýn og skilgreina betur nýjar áskoranir og finna leiðir til að mæta þeim. Við viljum stuðla að enn betri sátt milli borgarbúa og ört vaxandi ferðaþjónustu,“ segir Arna. Benóný bendir á að miðborg Reykjavíkur sé stærsti ferðamannastaður landsins.Miðborg Reykjavíkur er stærsti ferðamannastaður landsins.Vísir/stefán„Það kreppir mest að okkur, íbúum miðborgarinnar. Við erum að missa unga fólkið héðan því það hefur ekki lengur efni á að búa hér. Það er kominn tími til að friða miðborgina sem íbúðahverfi,“ segir Benóný. Hann segir nauðsynlegt að samræða eigi sér stað milli íbúa, ferðaþjónustunnar og borgarinnar. Dæmi um fyrirmynd að því hvernig eigi að vinna hlutina sé takmörkun á umferð hópferðabíla í miðborginni sem samþykkt var á síðasta ári. „Þarna unnu ferðaþjónustan og íbúar saman að tillögum og svo kom stýrihópur frá borginni inn í málið. Við þurfum að skoða fleiri hluti með þeim gleraugum. Ég er á því að með samráði getum við gert þetta þannig að við getum öll verið hér. Þetta er ekki stórt svæði og það þarf ekki mikið að breytast til að það verði varla hægt að búa hér,“ segir Benóný. Arna segir áskorun felast í því að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustu og borgarbúa. Meðal þeirra þátta sem íbúar nefni í því samhengi sé mikilvægi hreinlætis, sorphirðu og þrifa á götum. Einnig hafi ýmsir áhyggjur af einsleitri þjónustu og verslun í miðborginni og mögulegum neikvæðum áhrifum heimagistingar. „Þetta er víðfeðm stefna en við viljum hafa hana raunsæja. Henni mun fylgja aðgerðaáætlun og innleiðingaráætlun. Borgarstjórn þarf auðvitað að samþykkja stefnuna en við vonumst til að þetta klárist næsta vetur.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
„Ég fagna því að það sé verið að ræða saman og taka stöðuna á þessum málum. Það er löngu tímabært. Við þurfum skýrar og einfaldar reglur sem farið er eftir um hvernig þetta eigi að vera. Í gegnum tíðina hefur þetta verið svolítið stjórnlaust,“ segir Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, um vinnu við nýja ferðamálastefnu borgarinnar. Að sögn Örnu Schram, sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, hafa undanfarnar vikur verið stigin fyrstu skrefin í vinnu við nýja ferðamálastefnu borgarinnar. Liður í þeirri vinnu var samráðsfundur með íbúum sem fram fór á þriðjudagskvöld en fram undan er meðal annars samráðsfundur borgarinnar með aðilum í ferðaþjónustu. Nýja stefnan mun leysa eldri stefnu frá 2011 af hólmi. „Eins og allir sjá hefur ferðaþjónustan vaxið mjög á þeim árum sem liðin eru og tímabært að móta nýja sýn og skilgreina betur nýjar áskoranir og finna leiðir til að mæta þeim. Við viljum stuðla að enn betri sátt milli borgarbúa og ört vaxandi ferðaþjónustu,“ segir Arna. Benóný bendir á að miðborg Reykjavíkur sé stærsti ferðamannastaður landsins.Miðborg Reykjavíkur er stærsti ferðamannastaður landsins.Vísir/stefán„Það kreppir mest að okkur, íbúum miðborgarinnar. Við erum að missa unga fólkið héðan því það hefur ekki lengur efni á að búa hér. Það er kominn tími til að friða miðborgina sem íbúðahverfi,“ segir Benóný. Hann segir nauðsynlegt að samræða eigi sér stað milli íbúa, ferðaþjónustunnar og borgarinnar. Dæmi um fyrirmynd að því hvernig eigi að vinna hlutina sé takmörkun á umferð hópferðabíla í miðborginni sem samþykkt var á síðasta ári. „Þarna unnu ferðaþjónustan og íbúar saman að tillögum og svo kom stýrihópur frá borginni inn í málið. Við þurfum að skoða fleiri hluti með þeim gleraugum. Ég er á því að með samráði getum við gert þetta þannig að við getum öll verið hér. Þetta er ekki stórt svæði og það þarf ekki mikið að breytast til að það verði varla hægt að búa hér,“ segir Benóný. Arna segir áskorun felast í því að tryggja góða sambúð milli ferðaþjónustu og borgarbúa. Meðal þeirra þátta sem íbúar nefni í því samhengi sé mikilvægi hreinlætis, sorphirðu og þrifa á götum. Einnig hafi ýmsir áhyggjur af einsleitri þjónustu og verslun í miðborginni og mögulegum neikvæðum áhrifum heimagistingar. „Þetta er víðfeðm stefna en við viljum hafa hana raunsæja. Henni mun fylgja aðgerðaáætlun og innleiðingaráætlun. Borgarstjórn þarf auðvitað að samþykkja stefnuna en við vonumst til að þetta klárist næsta vetur.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00 Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00 Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa Sjá meira
Eftirlit með Airbnb skilað fjölda skráninga Aðeins rétt rúm vika er síðan eftirlit með heimagistingum hér á landi var aukið. Nýjar skráningar eru 75 talsins og búist er við að þeim muni fjölga jafnt og þétt. 5. júlí 2018 06:00
Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. 3. júní 2018 20:00
Segir samkeppnishæfni Íslands fara minnkandi: „Það eiga aðrir fallega náttúru líka“ Ferðamönnum á Íslandi fækkaði milli ára í apríl. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fara hratt versnandi. Sterkt gengi krónunnar og hækkandi launakostnaður valdi því að greinin sé komin að þolmörkum og ferðamenn leiti frekar annað. 12. maí 2018 13:00