Rekstur í ferðaþjónustu „eins og að spila í happdrætti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2018 20:00 Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Forstjóri Stracta hótels segir rekstur ferðaþjónustu hér á landi líkjast því að spila í happdrætti. Stefnu skorti í gjaldeyrismálum og bankar og fjárfestar séu farnir að hugsa sig tvisvar um áður en þeir ráðist í fjárfestingar við hóteluppbyggingu. Nýjustu tölur benda til þess byrjað sé að draga úr vexti í ferðaþjónustu á Íslandi. Hreiðar Hermannsson, forstjóri Stracta hótels á Hellu, segir stefnu stjórnvalda gagnvart ferðaþjónustunni skjóta skökku við í samanburði við aðrar atvinnugreinar. „Við stöndum alveg ein. Það er til dæmis í sjávarútveginum þá fella þeir bara niður veiðileyfagjöldin ef að gengið verður sterkt þá bæta þeir það upp en við höfum enga svona stuðningsaðila sem grípa inn í,“ segir Hreiðar. Þá skipti gjaldeyrismálin hvað mestu. „Það er engin stefna að halda við gjaldmiðli sem að enginn þorir að eiga,“ segir Hreiðar og vísar þar til Íslensku krónunnar. „Á hverjum degi þá bara er alltaf eins og maður sé að spila í happdrætti. Þetta er bara lottóvinningur hvernig skráningin er á gjaldmiðlinum á hverjum degi.“ Þetta hafi aftur áhrif á fjárfestingar í greininni. „Fyrst og fremst náttúrlega eru þeir [fjárfestar] bara miklu varkárari sem er bara gott og í einhverjum tilfellum eru þeir, standa alls ekki að ákveðnum verkefnum sem átti að fara á stað.“Bjarnólfur Lárusson, viðskiptastjóri á fyrirtækja- og fjárfestasviði Íslandsbanka.Vísir/skjáskotBjarnólfur Lárusson, hjá ferðaþjónustuteymi Íslandsbanka, segir að vissu leyti jákvætt að nú sé farið að hægja á vexti í greininni líkt og tölur bendi til. Nú skapist ráðrúm fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu til að rýna betur í reksturinn en hingað til hafi fyrirtækin þurft að keppast við öran vöxtinn. „Það hefur náttúrlega þurft að fjárfesta mikið til þess að geta tekið á móti vexti ferðamanna sem hefur verið að koma á undanförnum árum og fjárfestar í samstarfi við bankana hafa náttúrlega sett fjármagn í þessa uppbyggingu,“ segir Björnólfur. „En við sjáum fram á það, þó það sé eitthvað að breytast núna varðandi þetta ár, að þá eru menn alltaf að horfa til að fjárfestingarnar eru til 20-25 ára svo að breytingar á einu ári, það er ekki að breyta heildarmyndinni,“ bætir hann við.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent