Segir ljóst að flytja þurfi hælisleitandann til baka fari mál hans fyrir dóm Birgir Olgeirsson skrifar 22. febrúar 2018 14:50 Lilja Margrét Olsen er verjandi mannsins sem ráðist var á á Litla Hrauni í vikunni. Réttargæslumaður hælisleitandans Houssin Bsraoi segir algjörlega ljóst að flytja þarf hann aftur til landsins ef líkamsárásarmál gegn honum fer fyrir dómstóla.Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð. Hann sat inni á Litla-Hrauni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip.Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var sóttur á þriðjudag og fluttur úr landi til Marokkó, þaðan sem hann flúði.Sjá einnig: Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Rætt var við réttargæslumann hans, Lilju Margréti Olsen, á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag en í samtali við Vísi segir Lilja að ekki sé vitað hvort ákæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar, en hún reikni fastlega með því. Rannsóknin á málinu er á lokametrunum. Lögreglan leggur síðan málið í hendur embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Fari svo fer málið fyrir héraðsdóm þar sem taka þarf skýrslu af Bsraoi.Ekki hægt að ræða við lykilvitni í gegnum síma Hann er ekki aðeins brotaþoli í málinu heldur einnig lykilvitni. Lilja Margrét segir það liggja algjörlega ljóst fyrir að ekki muni duga að taka skýrsluna af Bsraoi í gegnum síma heldur þurfi það að gerast í réttarsal hér á landi. Sakamálalögin gera ráð fyrir því að sé um lykilvitni að ræða þá gildi sú meginregla um milliliðalausa sönnunarfærslu að dómari þarf að sitja fyrir framan vitni á meðan það gefur skýrslu. „Þannig að hann getur ekki gefið skýrslu öðruvísi en að koma til landsins,“ segir Lilja.Galið fyrirkomulag Hún segir það vera galið fyrirkomulag að séu hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. „Þetta er í raun og veru alvarleg staða í réttarvörslukerfinu að mínu mati. Þrátt fyrir ítrekaða fjölmiðlaumfjöllun og umræður á þingi þá virðist ekki hægt að koma þessum málum í almennilegan farveg,“ segir Lilja. „Verkferlar eru bara ekki skýrir eins og þeir þurfa að vera í jafn viðkvæmum málaflokki og þessum.“ Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Réttargæslumaður hælisleitandans Houssin Bsraoi segir algjörlega ljóst að flytja þarf hann aftur til landsins ef líkamsárásarmál gegn honum fer fyrir dómstóla.Bsraoi varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Litla-Hrauni um miðjan síðasta mánuð. Hann sat inni á Litla-Hrauni vegna ítrekaðra flóttatilrauna þar sem hann hafði freistað þess að komast til Kanada með Eimskip.Eftir árásina var hann fluttur á Hólmsheiði og sat þar inni þar til hann var sóttur á þriðjudag og fluttur úr landi til Marokkó, þaðan sem hann flúði.Sjá einnig: Segja að hælisleitandinn sé 22 en ekki 18 ára Rætt var við réttargæslumann hans, Lilju Margréti Olsen, á vef Ríkisútvarpsins fyrr í dag en í samtali við Vísi segir Lilja að ekki sé vitað hvort ákæra verði gefin út vegna líkamsárásarinnar, en hún reikni fastlega með því. Rannsóknin á málinu er á lokametrunum. Lögreglan leggur síðan málið í hendur embættis héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út í málinu. Fari svo fer málið fyrir héraðsdóm þar sem taka þarf skýrslu af Bsraoi.Ekki hægt að ræða við lykilvitni í gegnum síma Hann er ekki aðeins brotaþoli í málinu heldur einnig lykilvitni. Lilja Margrét segir það liggja algjörlega ljóst fyrir að ekki muni duga að taka skýrsluna af Bsraoi í gegnum síma heldur þurfi það að gerast í réttarsal hér á landi. Sakamálalögin gera ráð fyrir því að sé um lykilvitni að ræða þá gildi sú meginregla um milliliðalausa sönnunarfærslu að dómari þarf að sitja fyrir framan vitni á meðan það gefur skýrslu. „Þannig að hann getur ekki gefið skýrslu öðruvísi en að koma til landsins,“ segir Lilja.Galið fyrirkomulag Hún segir það vera galið fyrirkomulag að séu hælisleitendur í réttarvörslukerfinu grunaðir um refsiverða háttsemi þá eru þeir ekki brottfluttir en séu þeir þolendur þá eru þeir brottfluttir. „Þetta er í raun og veru alvarleg staða í réttarvörslukerfinu að mínu mati. Þrátt fyrir ítrekaða fjölmiðlaumfjöllun og umræður á þingi þá virðist ekki hægt að koma þessum málum í almennilegan farveg,“ segir Lilja. „Verkferlar eru bara ekki skýrir eins og þeir þurfa að vera í jafn viðkvæmum málaflokki og þessum.“
Tengdar fréttir Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45 Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50 Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20 Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04 Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Segir kerfið algjörlega hafa brugðist ungum hælisleitenda: „Hann er bara ekki virtur sem manneskja á Íslandi“ Kerfið hefur algjörlega brugðist ungum hælisleitanda sem varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni í vikunni, að sögn verjanda hans. 25. janúar 2018 18:45
Árásin á Litla Hrauni: Fanginn er kominn í fangelsið á Hólmsheiði Páll Winkel furðar sig á gagnrýni verjanda fangans. 26. janúar 2018 16:50
Hópur fanga gekk með hrottafengnum hætti í skrokk á manni Óánægja meðal fanga á Litla Hrauni en að þeim hefur verið þrengt eftir atvikið. 24. janúar 2018 13:20
Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik“ Ungur hælisleitandi varð fyrir grófri líkamsárás á Litla Hrauni síðdegis í gær. Hópur fanga tók sig til og gekk í skrokk á honum, en hann situr í fangelsi fyrir ólögmætar flóttatilraunir. 24. janúar 2018 23:04
Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi. 25. janúar 2018 06:00