Svala fékk snert af heilablóðfalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 18:07 Svala Björgvinsdóttir á sviðinu í Kænugarð í Eurovision í fyrra. Vísir/EPA Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á spítala í Los Angeles vegna þess. Greint er frá málinu á vef RÚV en þar segir að Svala hafi fengið það sem kallast á ensku transient ischemic attac eða TIA. Svala hlaut engan varanlegan skaða af þessu og er á góðum batavegi. Segja læknar að hún og maður hennar, Einar Egilsson, hafi brugðist hárrétt við með því að leita strax til læknis. „TIA-kast hefur verið nefnt forslag en það er tímabundin skerðing á blóðflæði í heila sem verður vegna þess að æð stíflast vegna blóðtappa. Við þetta verður blóðþurrð sem veldur svokölluðum brottfallseinkennum eins og skyndilegri kraft- eða skynminnkun í andliti, hendi eða fæti, oftast öðrum megin. Fólk getur líka upplifað taltruflanir, svo sem þvoglumælgi eða erfiðleika við að finna orð eða skilja tal. Einnig geta verið sjóntruflanir eins og blinda á öðru auga“, segir Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á Landsspítala háskólasjúkrahúsi, í samtal við RÚV. Fyrr í þessari viku átti tónlistarkonan að fljúga til Íslands þar sem til stendur að hún komi fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar í Laugardalshöll þann 3. mars næstkomandi. Að því er fram kemur á vef RÚV hafa læknar Svölu í Los Angeles gefið henni leyfi til að fljúga og koma fram hér heima en hún verður áfram undir eftirliti lækna. Framlag Íslands í Eurovision í ár verður valið á úrslitakvöldinu. Eurovision Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á spítala í Los Angeles vegna þess. Greint er frá málinu á vef RÚV en þar segir að Svala hafi fengið það sem kallast á ensku transient ischemic attac eða TIA. Svala hlaut engan varanlegan skaða af þessu og er á góðum batavegi. Segja læknar að hún og maður hennar, Einar Egilsson, hafi brugðist hárrétt við með því að leita strax til læknis. „TIA-kast hefur verið nefnt forslag en það er tímabundin skerðing á blóðflæði í heila sem verður vegna þess að æð stíflast vegna blóðtappa. Við þetta verður blóðþurrð sem veldur svokölluðum brottfallseinkennum eins og skyndilegri kraft- eða skynminnkun í andliti, hendi eða fæti, oftast öðrum megin. Fólk getur líka upplifað taltruflanir, svo sem þvoglumælgi eða erfiðleika við að finna orð eða skilja tal. Einnig geta verið sjóntruflanir eins og blinda á öðru auga“, segir Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á Landsspítala háskólasjúkrahúsi, í samtal við RÚV. Fyrr í þessari viku átti tónlistarkonan að fljúga til Íslands þar sem til stendur að hún komi fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar í Laugardalshöll þann 3. mars næstkomandi. Að því er fram kemur á vef RÚV hafa læknar Svölu í Los Angeles gefið henni leyfi til að fljúga og koma fram hér heima en hún verður áfram undir eftirliti lækna. Framlag Íslands í Eurovision í ár verður valið á úrslitakvöldinu.
Eurovision Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira