Svala fékk snert af heilablóðfalli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 18:07 Svala Björgvinsdóttir á sviðinu í Kænugarð í Eurovision í fyrra. Vísir/EPA Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á spítala í Los Angeles vegna þess. Greint er frá málinu á vef RÚV en þar segir að Svala hafi fengið það sem kallast á ensku transient ischemic attac eða TIA. Svala hlaut engan varanlegan skaða af þessu og er á góðum batavegi. Segja læknar að hún og maður hennar, Einar Egilsson, hafi brugðist hárrétt við með því að leita strax til læknis. „TIA-kast hefur verið nefnt forslag en það er tímabundin skerðing á blóðflæði í heila sem verður vegna þess að æð stíflast vegna blóðtappa. Við þetta verður blóðþurrð sem veldur svokölluðum brottfallseinkennum eins og skyndilegri kraft- eða skynminnkun í andliti, hendi eða fæti, oftast öðrum megin. Fólk getur líka upplifað taltruflanir, svo sem þvoglumælgi eða erfiðleika við að finna orð eða skilja tal. Einnig geta verið sjóntruflanir eins og blinda á öðru auga“, segir Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á Landsspítala háskólasjúkrahúsi, í samtal við RÚV. Fyrr í þessari viku átti tónlistarkonan að fljúga til Íslands þar sem til stendur að hún komi fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar í Laugardalshöll þann 3. mars næstkomandi. Að því er fram kemur á vef RÚV hafa læknar Svölu í Los Angeles gefið henni leyfi til að fljúga og koma fram hér heima en hún verður áfram undir eftirliti lækna. Framlag Íslands í Eurovision í ár verður valið á úrslitakvöldinu. Eurovision Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir fékk snert af heilablóðfalli síðastliðinn þriðjudag og var flutt á spítala í Los Angeles vegna þess. Greint er frá málinu á vef RÚV en þar segir að Svala hafi fengið það sem kallast á ensku transient ischemic attac eða TIA. Svala hlaut engan varanlegan skaða af þessu og er á góðum batavegi. Segja læknar að hún og maður hennar, Einar Egilsson, hafi brugðist hárrétt við með því að leita strax til læknis. „TIA-kast hefur verið nefnt forslag en það er tímabundin skerðing á blóðflæði í heila sem verður vegna þess að æð stíflast vegna blóðtappa. Við þetta verður blóðþurrð sem veldur svokölluðum brottfallseinkennum eins og skyndilegri kraft- eða skynminnkun í andliti, hendi eða fæti, oftast öðrum megin. Fólk getur líka upplifað taltruflanir, svo sem þvoglumælgi eða erfiðleika við að finna orð eða skilja tal. Einnig geta verið sjóntruflanir eins og blinda á öðru auga“, segir Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á Landsspítala háskólasjúkrahúsi, í samtal við RÚV. Fyrr í þessari viku átti tónlistarkonan að fljúga til Íslands þar sem til stendur að hún komi fram á úrslitakeppni Söngvakeppninnar í Laugardalshöll þann 3. mars næstkomandi. Að því er fram kemur á vef RÚV hafa læknar Svölu í Los Angeles gefið henni leyfi til að fljúga og koma fram hér heima en hún verður áfram undir eftirliti lækna. Framlag Íslands í Eurovision í ár verður valið á úrslitakvöldinu.
Eurovision Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira