Stefnir í mikinn átakafund í Valhöll Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2018 15:48 Á eftir verður listi uppstillinganefndar lagður fram en á honum er gert ráð fyrir því að bæði Áslaugu og Kjartani sé ýtt út í kuldann. Hildur Björnsdóttir er í öðru sæti á lista uppstillinganefndar. Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Tekist verður á um tillögu uppstillinganefndar í Valhöll á eftir en þá tekur fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins afstöðu til þess hvernig listi flokksins í borginni verður skipaður. Fundurinn hefst klukkan 17:15 nú á eftir.Eins og Vísir hefur greint frá eru sitjandi borgarfulltrúar, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, ekki á lista uppstillinganefndarinnar.Listinn sem lagður verður fram Gísli Kr. Björnsson er formaður Varðar, sem er fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Í samtali við Vísi vekur hann athygli á því að um sé að ræða stærsta fulltrúaráð stjórnmálaflokks á landinu. „Og það er mjög eðlilegt að þar séu uppi mismunandi sjónarmið. Þetta eru um 20 þúsund félagar um það bil.“ Eftir því sem Vísir kemst næst eru þeir sem skipa lista þann sem uppstillinganefnd leggur fram eftirfarandi: Eyþór Arnalds Hildur Björnsdóttir Valgerður Sigurðardóttir Egill Þór Jónsson Marta Guðjónsdóttir Katrín Atladóttir Örn Þórðarson Björn Gíslason Jórunn Pála Jónasdóttir Óli K. Guðmundsson Að uppistöðu tiltölulega óþekkt fólk, er óhætt að segja.Gísli er til þess að gera rólegur nú í aðdraganda fundar sem líklegt má telja að verði fjölmennur átakafundur.Í samtali við RÚV sagði Sveinn H. Skúlason, formaður uppstillinganefndarinnar, að niðurstaðan í leiðtogakjörinu, sem Eyþór sigraði með nokkrum yfirburðum, hafi verið ákall um breytingar. Og maður komi í manns stað. Má það ekki heita nokkuð frjálsleg túlkun? Gísli vill ekki taka afstöðu til þess.Kannast við ákall um breytingar í borginni „En ef þú spyrð mig hvort ég kannist við slíkar raddir, þá kannast ég við ákall um breytingar úr röðum Sjálfstæðismanna í borginni get ég staðfest að ég hef orðið var við slíkar raddir, svoleiðis kröfur. Ég hef heyrt það víða,“ segir Gísli. Hann gerir ráð fyrir fjölmennum fundi. Segir að stóri salurinn í Valhöll hafi verið þéttsetinn þegar ákveðið var að efna til leiðtogakjörs. Gísli vill ekki fullyrða neitt um það hvort um átakafund verði að ræða, það verði þá svo. Og hann segist vel skilja að það sé gremja á ýmsum bæjum, og jafnvel skjálfti innan flokks, þegar tveimur borgarfulltrúum er ýtt til liðar. Það sé eðli máls samkvæmt.Eyþór vildi Áslaugu af lista Á Hringbraut í vikunni var frétt um það hvernig listinn er saman skrúfaður af hálfu uppstillinganefndar og þar segir: „Eyþór Arnalds er sagður hafa lagt höfuðáherslu á að Áslaug færi alveg út af listanum. Meirihluti kjörnefndar féllst á það en samþykkti þá um leið að Kjartan færi einnig af listanum.“ Gísli Kr. vill ekki tjá sig um þetta en segist vel geta ímyndað sér að bæði Áslaug og Kjartan séu óhress með þróun mála. Svo enn sé vitnað í Hringbraut þá er beinlínist fullyrt þar að Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík logi vegna átaka um téðan lista. Gísli segist ekki vita hversu lengi fundurinn mun standa eða hvort fram komi margar breytingatillögur. „Né hversu mörg álitamál koma fram á fundinum. En, þessi fundur er til að útkljá álitamál og þau verða útkjáð þarna.“ Nánar verður fjallað um þennan fund í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30 Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Segir það hættuspil að setja Áslaugu og Kjartan til hliðar Prófessor í stjórnmálafræði telur að ef borgarfulltrúunum hafi verið skipt út gegn þeirra vilja geti það reynst áhættusamt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. 20. febrúar 2018 16:30
Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Kjartan Magnússon og Áslaug Friðriksdóttir munu ekki fá sæti á lista. 20. febrúar 2018 11:25