Nærri 60 þúsund farist á flótta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 2. nóvember 2018 08:30 Ótrúlegur fjöldi flóttafólks hefur farist á leiðinni yfir Miðjarðarhafið frá Afríku eða Mið-Austurlöndum. Vísir/Getty Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Að minnsta kosti 56.800 flóttamenn hafa farist eða horfið sporlaust frá árinu 2014. Þetta segir í umfjöllun sem AP birti í gær og byggir á umfangsmikilli rannsóknarvinnu. Talan er sögð nærri tvöfalt hærri en sambærileg tölfræði sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur birt. Síðast þegar stofnunin kynnti sína tölfræði, í byrjun október, stóð tala þeirra í 28.500. „AP fann 28.300 látin og týnd til viðbótar með því að safna saman upplýsingum frá alþjóðlegum samtökum, með því að krefjast krufningarskýrslna, lögregluskýrslna fyrir týnt fólk, andlátsskýrslna og með því að fara yfir þær upplýsingar sem komu í ljós eftir þúsundir viðtala við flóttamenn,“ sagði í umfjöllun miðilsins í gær. Þessi háa tala látinna er sögð stafa af því að flóttafólki hefur fjölgað um helming frá aldamótum. Alls voru 258 milljónir á flótta utan heimalandsins á síðasta ári, að því er kom fram í skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjölmargir flóttamenn hafa drukknað, dáið á vergangi í eyðimörkum eða orðið mansalshringjum að bráð. Þess er til að mynda vert að minnast að um 800 fórust á Miðjarðarhafi árið 2015, rétt undan ströndum Ítalíu, í mannskæðasta slysi sinnar tegundar. Að mati blaðamanna AP er talan þó trúlega enn of lág. Ástæðan er sú að í eyðimörkum eða á hafsbotni er líklega fjöldi látinna enn ófundinn. Þá tilkynna fjölskyldur ekki alltaf um að vandamenn hafi týnst af ótta við að yfirvöld komist að því að fjölskyldan sé í viðkomandi landi ólöglega. Samkvæmt tölfræði Sameinuðu þjóðanna hefur 5.531 farist í Afríku frá árinu 2014, 17.475 á Miðjarðarhafi eða í Evrópu, 414 í Rómönsku Ameríku, 2.763 í Asíu og 2.396 í Bandaríkjunum og Mexíkó. Ofan á þessar tölur bætir AP 12.900 við í Afríku, 4.800 á Miðjarðarhafi og í Evrópu, 3.400 í Rómönsku Ameríku, 5.400 í Asíu og 1.500 í Bandaríkjunum og Mexíkó.
Birtist í Fréttablaðinu Flóttamenn Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira