Líkist stundum nútíma þrælahaldi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2018 19:30 Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Erlendir sjálfboðaliðar óska reglulega eftir hjálp verkalýðsfélaga til að koma sér úr slæmu vinnuumhverfi hér á landi. Að sögn sérfræðings hjá ASÍ er fólkið jafnan fengið til Íslands á fölskum forsendum. ASÍ opnaði á dögunum heimasíðuna volunteering.is þar vakin er athygli á því að sjálfboðaliðastörf í hagnaðarskyni fyrir atvinnurekendur eru óheimil á Íslandi. Venja er hins vegar fyrir sjálfboðaliðastörfum í þágu góðgerðar- menningar eða mannúðarmála. Aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ segir ólaunaðar stöður á Íslandi auglýstar á mörgum síðum. „Við skoðuðum einn svona vef og þar voru 215 tilboð um sjálfboðaliðastörf og í sumum tilfellum var verið að auglýsa eftir fleiri en einum og fleiri en tveimur starfsmönnum," segir Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Sérfræðingur hjá ASÍ segir þetta sérstaklega algengt í ferðaþjónustu og á bóndabýlum. Hún tekur sem dæmi hestaleigu á Snæfellsnesi sem þurfti ítrekað að á skoða á síðasta ári. „Í þessu tilfelli þá fengum við hjálparbeiðni og fólk þurfti að komast í burtu og það var bara fulltrúi frá stéttarfélaginu sem þurfti að sækja viðkomandi og koma honum í burtu," segir María Lóa Friðjónsdóttir, sérfræðingur í vinnustaðaeftirliti. Reglulega er óskað eftir aðstoð og er fólkið þá aðstoðað við að komast aftur heim eða í aðra vinnu. Nýlega hafði María Lóa einnig afskipti af lista- og menningarfyrirtæki á Vesturlandi sem hafði lengt vinnutíma sjálfboðaliða verulega. „Hann var búinn að vera vinna þarna allan veturinn 24/7. Sá algjörlega um staðinn, allar bókanir og allt annað. Hann var að fá 100 þúsund krónur á mánuði og þurfti svo að borga fyrir húsnæði," segir María Lóa. Fólkið er oft fengið til landsins á fölskum forsendum um litla vinnu sem veiti viðkomandi kost á því að skoða landið. „Við rákumst á allt of mörg dæmi um þetta. Að hlutirnir voru nánast það sem við köllum nútíma þrælahald," segir hún. Þau telja vöntun á frekari úrræðum til þess að stöðva síbrotamenn. „Það væri hægt að fá að loka viðkomandi ferðaþjónustu eða atvinnustað. Það væri hægt að beita sektarákvæðum. Ég held að þessi tvö ráð séu svona þau öflugustu," segir María Lóa.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira