Tuttugu þjónustufulltrúar Hörpu sögðu upp störfum eftir fund með forstjóra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2018 22:16 Eftir því sem Vísir kemst næst starfa um 27 þjónustufulltrúar í Hörpu. Mikill meirihluti þeirra hefur því sagt upp störfum. vísir/egill Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Var boðað til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Fréttablaðið greindi frá því í liðinni viku að laun Svanhildar hefðu hækkað um 20 prósent á síðasta ári. Daginn eftir sendi stjórn Hörpu frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að hækkunin hefði numið 20 prósentum; hún hefði verið 16,8 prósent og þá hefðu launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili heldur yfir fjögur ár. Sagði í yfirlýsingunni að Svanhildur hefði samþykkt að taka á sig launalækkun vegna ákvörðunar kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi en samningur sem hún hefði svo gert um laun sín, sem hljóðaði upp á 1,5 milljón á mánuði, taka gildi þann 1. júlí 2017. Þau umsömdu laun voru 14,6 prósentum hærri en ákvörðun kjararáðs en frá og með 1. júlí í fyrra ákveða stjórnir ríkisfyrirtækja laun forstjóra. Á fundinum í kvöld staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun. „Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Svanhildur hafi talað um það á sínum tíma, eða í september 2017 þegar launalækkunin var kynnt, að um væri að ræða „mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.“ Segir í yfirlýsingunni að á fundinum hafi þjónustufulltrúar upplifað ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Eftir því sem Vísir kemst næst starfa 27 þjónustufulltrúar í Hörpu og hefur því mikill meirihluti þeirra nú sagt upp störfum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrir um tveimur árum hafi starfinu verið breytt úr sætavísum í þjónustufulltrúa. „Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera. Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess,“ segir í yfirlýsingu þjónustufulltrúa Hörpu. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Tuttugu þjónustufulltrúar sem starfa í tónlistar-og menningarhúsinu Hörpu í Reykjavík sögðu upp störfum í dag eftir að hafa átt fund með Svanhildi Konráðsdóttur, forstjóra hússins. Var boðað til fundarins af forstjóranum eftir að fréttir bárust af því að einn þjónustufulltrúi í húsinu sagði upp störfum þar sem honum ofbuðu fregnir af launahækkun forstjórans, ekki síst í ljósi þess að þjónustufulltrúum var gert að taka á sig launalækkun um síðustu áramót.Fréttablaðið greindi frá því í liðinni viku að laun Svanhildar hefðu hækkað um 20 prósent á síðasta ári. Daginn eftir sendi stjórn Hörpu frá sér yfirlýsingu þar sem því var hafnað að hækkunin hefði numið 20 prósentum; hún hefði verið 16,8 prósent og þá hefðu launin ekki hækkað svo á tveggja mánaða tímabili heldur yfir fjögur ár. Sagði í yfirlýsingunni að Svanhildur hefði samþykkt að taka á sig launalækkun vegna ákvörðunar kjararáðs fyrstu tvo mánuðina í starfi en samningur sem hún hefði svo gert um laun sín, sem hljóðaði upp á 1,5 milljón á mánuði, taka gildi þann 1. júlí 2017. Þau umsömdu laun voru 14,6 prósentum hærri en ákvörðun kjararáðs en frá og með 1. júlí í fyrra ákveða stjórnir ríkisfyrirtækja laun forstjóra. Á fundinum í kvöld staðfesti Svanhildur að þjónustufulltrúar Hörpu væru einu starfsmenn hússins sem var gert að taka á sig launalækkun. „Eftir fundinn voru margir þjónustufulltrúar mjög ósáttir við skýringar forstjórans, þá sérstaklega um það af hverju engir aðrir starfsmenn hússins hafi þurft að taka á sig launalækkun. Ákváðu því allir þjónustufulltrúar sem sátu fundinn að segja þegar upp störfum, 15 talsins og nokkrir aðrir í kjölfarið. Meðal þeirra sem sögðu upp voru t.d. nokkrir búnir að vinna í Hörpu frá opnun og flestir með langan starfsaldur, meðal annars allir vaktstjórar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Svanhildur hafi talað um það á sínum tíma, eða í september 2017 þegar launalækkunin var kynnt, að um væri að ræða „mildar aðgerðir sem væru hluti af samstilltu átaki um að rétta af fjárhag Hörpu. Af þessu má sjá að ákveðið misræmi er greinilega í þeirri staðhæfingu þar sem aðeins lægst launuðu starfsmenn hússins hafa tekið á sig beina launalækkun.“ Segir í yfirlýsingunni að á fundinum hafi þjónustufulltrúar upplifað ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Eftir því sem Vísir kemst næst starfa 27 þjónustufulltrúar í Hörpu og hefur því mikill meirihluti þeirra nú sagt upp störfum. Í yfirlýsingunni kemur fram að fyrir um tveimur árum hafi starfinu verið breytt úr sætavísum í þjónustufulltrúa. „Þessari breytingu fylgdu aukin verkefni sem fólust til dæmis í því að ganga frá tækjum og búnaði eftir viðburði. Við það skapaðist hagræðing þar sem ekki þurfti lengur að kalla út aðra starfsmenn til þessara verka en þjónustufulltrúar fengu hækkun á sínum launum í samræmi við þessi auknu verkefni. Þann 1. janúar tóku þjónustufulltrúar á sig umtalsverða launalækkun í góðri trú um að það myndu aðrir starfsmenn Hörpu líka gera. Á fundinum upplifðu þjónustufulltrúar ákveðna vanþekkingu á starfi sínu á meðal stjórnenda Hörpu sem sátu fundinn. Það að segja upp starfinu hjá Hörpu er mjög stór ákvörðun enda þykir okkur öllum mjög vænt um starfið okkar, húsið og gesti þess,“ segir í yfirlýsingu þjónustufulltrúa Hörpu.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira