Starfsmönnum Hörpu var gert að samþykkja launalækkun Sigurður Mikael Jónsson skrifar 3. maí 2018 06:00 Aðeins rúmum mánuði eftir að stjórn Hörpu hækkaði laun forstjórans um 20 prósent var þjónustufulltrúum tilkynnt um launalækkun í hagræðingaraðgerðum. Einum þeirra blöskraði svo mikið að hann sagði upp. Vísir/eyþór Þjónustufulltrúa í Hörpu ofbauð svo frétt af launahækkun forstjóra Hörpu í fyrra sem Fréttablaðið greindi frá í gær að hann fór rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er að hann og samstarfsfólk hans neyddist til að taka á sig verulega launalækkun hjá Hörpu um áramótin. „Ég veit ekki til þess að aðrir en þjónustufulltrúarnir hafi verið lækkaðir í launum, sem notabene eru lægst launuðu starfsmenn hússins,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, námsmaður og fyrrverandi þjónustufulltrúi í Hörpu, sem sagði upp í gær. Hann segir starfsmenn verulega ósátta við að hafa verið stillt upp við vegg til að taka á sig launalækkun aðeins rúmum mánuði eftir að laun forstjórans voru hækkuð um rúm 20 prósent síðastliðið sumar.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunÖrvar segir að tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar í lok september, en þær fólu í sér að tímakaup fyrir kvöld- og helgarvinnu átti að lækka um 12,7 prósent, en dagvinnutaxti um 21,4 prósent. Auk skerðingar á fjölda greiddra tíma fyrir útköll til vinnu. Lagður hafi verið fram nýr ráðningarsamningur fyrir starfsmenn til undirskriftar. Örvar segir að tilboðið hafi vægast sagt lagst illa í fólk á þeim tíma og því hafi verið leitað til lögfræðinga stéttarfélagsins VR. Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu.Vísir/valli„Við sögðum að þessi launalækkun væri ekki í lagi og reyndum að fara í eins hart og við gátum. Leituðum til VR og þá kom í ljós að það var eitthvað í samningnum sem ekki stóðst skoðun. Við lögðum fram móttilboð og Harpa kom eitthvað eilítið til móts við okkur en annars var þetta bara „take it or leave it“,“ segir Örvar. Nýr samningur tók gildi í ársbyrjun 2018 en þar varð lendingin að yfirvinnukaup starfsmanns með árs starfsreynslu eða meira lækkaði um tæp 9 prósent og dagvinnutaxti um 17 prósent. Örvar segir nokkra þjónustufulltrúa hafa sagt upp þá. „Þetta er auðvitað þægileg vinna með skóla og flestir tóku nýja samningnum. Ekki með glöðu geði, en eftir að þessi frétt birtist, þá breytti það öllu. Ég er búinn að tala við krakkana sem eru að vinna með mér og það er mikil reiði meðal þeirra,“ segir Örvar. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að þjónustufulltrúum hafi áður verið greitt 40 prósenta álag umfram dagvinnutaxta kjarasamninga og 26 prósent á yfirvinnu, auk 4 tíma lágmarks óháð framlagi. Samningum þjónustufulltrúa hafi verið sagt upp með 4 mánaða fyrirvara síðastliðið haust. Í nýjum samningi sé nú greitt 15 prósent umfram kjarasamninga jafnt á dagvinnu og eftirvinnu og aðeins greitt 4 tíma lágmark um helgar en 3 í dagvinnu. Hún staðfestir að aðrir starfsmenn hafi ekki sætt viðlíka launalækkunum, hvorki hún né aðrir stjórnendur. „En ég ítreka að þessi vinna er enn í fullum gangi og er engan veginn lokið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Þjónustufulltrúa í Hörpu ofbauð svo frétt af launahækkun forstjóra Hörpu í fyrra sem Fréttablaðið greindi frá í gær að hann fór rakleiðis og sagði upp. Ástæðan er að hann og samstarfsfólk hans neyddist til að taka á sig verulega launalækkun hjá Hörpu um áramótin. „Ég veit ekki til þess að aðrir en þjónustufulltrúarnir hafi verið lækkaðir í launum, sem notabene eru lægst launuðu starfsmenn hússins,“ segir Örvar Blær Guðmundsson, námsmaður og fyrrverandi þjónustufulltrúi í Hörpu, sem sagði upp í gær. Hann segir starfsmenn verulega ósátta við að hafa verið stillt upp við vegg til að taka á sig launalækkun aðeins rúmum mánuði eftir að laun forstjórans voru hækkuð um rúm 20 prósent síðastliðið sumar.Sjá einnig: Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkunÖrvar segir að tilkynnt hafi verið um aðgerðirnar í lok september, en þær fólu í sér að tímakaup fyrir kvöld- og helgarvinnu átti að lækka um 12,7 prósent, en dagvinnutaxti um 21,4 prósent. Auk skerðingar á fjölda greiddra tíma fyrir útköll til vinnu. Lagður hafi verið fram nýr ráðningarsamningur fyrir starfsmenn til undirskriftar. Örvar segir að tilboðið hafi vægast sagt lagst illa í fólk á þeim tíma og því hafi verið leitað til lögfræðinga stéttarfélagsins VR. Svanhildur Konráðsdóttir er forstjóri Hörpu.Vísir/valli„Við sögðum að þessi launalækkun væri ekki í lagi og reyndum að fara í eins hart og við gátum. Leituðum til VR og þá kom í ljós að það var eitthvað í samningnum sem ekki stóðst skoðun. Við lögðum fram móttilboð og Harpa kom eitthvað eilítið til móts við okkur en annars var þetta bara „take it or leave it“,“ segir Örvar. Nýr samningur tók gildi í ársbyrjun 2018 en þar varð lendingin að yfirvinnukaup starfsmanns með árs starfsreynslu eða meira lækkaði um tæp 9 prósent og dagvinnutaxti um 17 prósent. Örvar segir nokkra þjónustufulltrúa hafa sagt upp þá. „Þetta er auðvitað þægileg vinna með skóla og flestir tóku nýja samningnum. Ekki með glöðu geði, en eftir að þessi frétt birtist, þá breytti það öllu. Ég er búinn að tala við krakkana sem eru að vinna með mér og það er mikil reiði meðal þeirra,“ segir Örvar. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir að þjónustufulltrúum hafi áður verið greitt 40 prósenta álag umfram dagvinnutaxta kjarasamninga og 26 prósent á yfirvinnu, auk 4 tíma lágmarks óháð framlagi. Samningum þjónustufulltrúa hafi verið sagt upp með 4 mánaða fyrirvara síðastliðið haust. Í nýjum samningi sé nú greitt 15 prósent umfram kjarasamninga jafnt á dagvinnu og eftirvinnu og aðeins greitt 4 tíma lágmark um helgar en 3 í dagvinnu. Hún staðfestir að aðrir starfsmenn hafi ekki sætt viðlíka launalækkunum, hvorki hún né aðrir stjórnendur. „En ég ítreka að þessi vinna er enn í fullum gangi og er engan veginn lokið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00 Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Forstjóri Hörpu fékk 20 prósenta launahækkun Stjórnin veitti nýráðnum forstjóra Hörpu launahækkun upp á rúm 20 pró- sent síðasta sumar. Stjórnin var nýkomin með ákvörðunarvald yfir launum forstjórans sem áður heyrði undir kjararáð. Ráðið hafði ákvarðað forstjóranum 1,3 milljónir í mánaðarlaun nokkrum mánuðum fyrr, í febrúar 2017. 2. maí 2018 07:00
Harpa tapað 3.400 milljónum Eigendurnir, íslenska ríkið og Reykjavíkurborg, hafa sett 8,2 milljarða króna í framlög frá því Harpa hóf starfsemi 2011. Hörpu blæðir peningum, segir borgarfulltrúi sem gagnrýnt hefur óskhyggju við rekstur hússins. 28. apríl 2018 10:00