Fór fram á sextán ára fangelsisvist yfir Khaled Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 16:17 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið. Vísir/Rakel Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fór fram á að Khaled Cairo yrði dæmdur til sextán ára fanglelsisvistar fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september síðastliðnum. Kolbrún sagði að fordæmi væru fyrir því að dæma menn til þyngri refsingar fyrir manndráp en fyrir því þyrftu að liggja að baki nokkrar forsendur sem ekki væru til staðar í þessu máli. Því væri farið fram á sextán ára fangelsisvist. Kolbrún sagði að viðhorf Khaleds til verknaðarins ætti jafnvel að koma til refsiþyngingar. Lögreglumaður sagði við réttarhöldin að svo hefði mátt skilja á orðum Khaleds við réttarfarsskoðun að hún hefði átt þessi örlög skilið fyrir að hafa lagst með svörtum manni. Sagði Kolbrún þetta viðhorf hans eitt og sér í raun eiga að koma til sem refsiþynging að hennar mati. Sagði Kolbrún Khaled ekki hafa sýnt neina iðrun heldur þvert á móti kennt Sanitu um hvernig fór og að hann hefði ekki viljað hitta hana hefði hann vitað hvernig hún væri.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi ákærða.Vísir/RakelEkki ósakhæfur vegna afbrýðisemi Kolbrún sagði Khaled hafa orðið valdur að dauða Sanítu og að allar getgátur um að piparúði lögreglu hafi komist í sár hennar eða þá að læknamistök hafi orðið þess valdandi að hún hafi látið lífið eigi ekki við rök að styðjast. Hún sagði engin gögn benda til þess að hann sé ósakhæfur og algjörlega óhæfur um að stjórna gjörðum sínum. Sagði Kolbrún jafnframt að menn verði ekki ósakhæfir vegna áfengisneyslu eða afbrýðisemi. Þá er farið fram á að foreldrum Sanitu og börnum hennar þremur verði greiddar 15 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verjandi Khaleds fór fram á að Khaled yrði ekki gerð refsing vegna ósakhæfis. Til vara var krafist að Khaledi verði gerð eins væg refsing og mögulegt er. Vilhjálmur fór fram á að kröfum um miskabætur yrði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bótakröfur yrðu lækkaðar verulega.Khaled á leið í dómsal í morgun.Vísir/Rakel Ósk„Ófær um að stjórna gjörðum sínum“ Vilhjálmur sagði tvær matsgerðir liggja fyrir um sakhæfi Khaled en Vilhjálmur lagði áherslu á að dómur leggi endanlegt mat á sakhæfi Khaleds. Vilhjálmur taldi að niðurstöður dómskvaddra matsmanna í málinu um sakhæfi Khaleds séu ekki vel rökstuddar. Hann sagði að horfa mætti til framburðar Khaleds, vitnisburða og gagna að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum umrætt skipti. Sagði Vilhjálmur myndir af Khaled á lögreglustöð, þar sem hann stillti sér upp alblóðugur á nærbuxunum einum fata eins og módel, benda til þess að hann gengi ekki heill til skógar, sé mið tekið af því hvað undan hafði gengið fyrir þá myndatöku. Myndbandsupptökur af skýrslutökum yfir Khaled bendi einnig til þess að eitthvað sé að andlegu heilbrigði Khaleds, að mati Vilhjálms, þar sem hann hló og gerði grín að málinu. Vildi Vilhjálmur meina að Khaled hefði verið í mjög sérstöku ástandi og ekki gert sér grein fyrir hvað hefði gerst. Sagði Vilhjálmur að ef Khaled hefði verið með fullu ráði þá hefði honum átt að vera það morgunljóst hvað hefði átt sér stað. Dómur í málinu verður kveðinn upp þann 18. apríl.Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fór fram á að Khaled Cairo yrði dæmdur til sextán ára fanglelsisvistar fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september síðastliðnum. Kolbrún sagði að fordæmi væru fyrir því að dæma menn til þyngri refsingar fyrir manndráp en fyrir því þyrftu að liggja að baki nokkrar forsendur sem ekki væru til staðar í þessu máli. Því væri farið fram á sextán ára fangelsisvist. Kolbrún sagði að viðhorf Khaleds til verknaðarins ætti jafnvel að koma til refsiþyngingar. Lögreglumaður sagði við réttarhöldin að svo hefði mátt skilja á orðum Khaleds við réttarfarsskoðun að hún hefði átt þessi örlög skilið fyrir að hafa lagst með svörtum manni. Sagði Kolbrún þetta viðhorf hans eitt og sér í raun eiga að koma til sem refsiþynging að hennar mati. Sagði Kolbrún Khaled ekki hafa sýnt neina iðrun heldur þvert á móti kennt Sanitu um hvernig fór og að hann hefði ekki viljað hitta hana hefði hann vitað hvernig hún væri.Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er verjandi ákærða.Vísir/RakelEkki ósakhæfur vegna afbrýðisemi Kolbrún sagði Khaled hafa orðið valdur að dauða Sanítu og að allar getgátur um að piparúði lögreglu hafi komist í sár hennar eða þá að læknamistök hafi orðið þess valdandi að hún hafi látið lífið eigi ekki við rök að styðjast. Hún sagði engin gögn benda til þess að hann sé ósakhæfur og algjörlega óhæfur um að stjórna gjörðum sínum. Sagði Kolbrún jafnframt að menn verði ekki ósakhæfir vegna áfengisneyslu eða afbrýðisemi. Þá er farið fram á að foreldrum Sanitu og börnum hennar þremur verði greiddar 15 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson verjandi Khaleds fór fram á að Khaled yrði ekki gerð refsing vegna ósakhæfis. Til vara var krafist að Khaledi verði gerð eins væg refsing og mögulegt er. Vilhjálmur fór fram á að kröfum um miskabætur yrði vísað frá dómi en til vara að umkrafðar bótakröfur yrðu lækkaðar verulega.Khaled á leið í dómsal í morgun.Vísir/Rakel Ósk„Ófær um að stjórna gjörðum sínum“ Vilhjálmur sagði tvær matsgerðir liggja fyrir um sakhæfi Khaled en Vilhjálmur lagði áherslu á að dómur leggi endanlegt mat á sakhæfi Khaleds. Vilhjálmur taldi að niðurstöður dómskvaddra matsmanna í málinu um sakhæfi Khaleds séu ekki vel rökstuddar. Hann sagði að horfa mætti til framburðar Khaleds, vitnisburða og gagna að hann hafi verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum umrætt skipti. Sagði Vilhjálmur myndir af Khaled á lögreglustöð, þar sem hann stillti sér upp alblóðugur á nærbuxunum einum fata eins og módel, benda til þess að hann gengi ekki heill til skógar, sé mið tekið af því hvað undan hafði gengið fyrir þá myndatöku. Myndbandsupptökur af skýrslutökum yfir Khaled bendi einnig til þess að eitthvað sé að andlegu heilbrigði Khaleds, að mati Vilhjálms, þar sem hann hló og gerði grín að málinu. Vildi Vilhjálmur meina að Khaled hefði verið í mjög sérstöku ástandi og ekki gert sér grein fyrir hvað hefði gerst. Sagði Vilhjálmur að ef Khaled hefði verið með fullu ráði þá hefði honum átt að vera það morgunljóst hvað hefði átt sér stað. Dómur í málinu verður kveðinn upp þann 18. apríl.Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Lögreglumaður hvatti meðleigjanda Sanitu til að grípa inn í atburðarásina. 21. mars 2018 15:34
Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38