Sláandi Neyðarlínusímtal spilað við réttarhöldin: „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 15:34 Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun. Vísir/Rakel Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spilaði upptöku úr símtali sem meðleigjandi Sanitu Brauna átti við lögregluna kvöldið sem hún dó. Þar mátti heyra Sanitu hrópa angistaróp eftir hjálp á meðan gengið var í skrokk á henni. Meðleigjandinn hringdi í Neyðarlínuna og fékk í framhaldinu samband við lögreglumann. „Það er heimilisofbeldi í gangi. Það er verið að lemja konu. Ég er inni, ég þori ekki fram. Það er brjálaður maður hérna inni,” heyrist meðleigjandi Sanitu segja og má heyra hana öskra hástöfum á bak við: „Please help!” „Það er brjálaður maður hérna inni,” segir meðleigjandinn. „Bara aðstoð sem fyrst,” bætir hann við.Hvatti meðleigjandann til dáða Lögreglumaðurinn spyr meðleigjandann hvernig lögreglan eigi að komast inn. Hann svarar að ef lögreglumaðurinn hringi öllum dyrabjöllum þá muni einhver hleypa þeim inn. Lögreglumaðurinn heyrist segja við meðleigjandann að hann sé ekki að fara að biðja hann um að gera eitthvað sem hann þori ekki að gera. „Ég held að hann sé að reyna að drepa hana,” heyrist meðleigjandinn segja. Lögreglumaðurinn spyr hann frekar út í það og þá svarar meðleigjandinn: „Hann er að segja þú verður að deyja. Hann er að reyna að kæfa hana.” Lögreglumaðurinn hvetur þá meðleigjandann til dáða en inn á milli mátti heyra í Sanitu hrópa á hjálp.Blóð úti um allt „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði. Ef hann er að kæfa hana, þá verður þú að vaða í þetta,” segir lögreglumaðurinn. Lögreglumaðurinn bað því næst meðleigjandann að hafa símann á sér þegar hann færi fram. Þegar þangað var komið mátti heyra meðleigjandann spyrja hvað sé í gangi. Önnur mannrödd heyrist segja „Fuck You” og „Call Police” og meðleigjandinn segir við lögreglumanninn: „Hann er að lemja hana með slökkvitæki. Það er blóð úti um allt.” Lögreglumaðurinn kallar þá út sjúkrabíl í forgangi en þar með endaði upptakan sem var spiluð í réttarsal. Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spilaði upptöku úr símtali sem meðleigjandi Sanitu Brauna átti við lögregluna kvöldið sem hún dó. Þar mátti heyra Sanitu hrópa angistaróp eftir hjálp á meðan gengið var í skrokk á henni. Meðleigjandinn hringdi í Neyðarlínuna og fékk í framhaldinu samband við lögreglumann. „Það er heimilisofbeldi í gangi. Það er verið að lemja konu. Ég er inni, ég þori ekki fram. Það er brjálaður maður hérna inni,” heyrist meðleigjandi Sanitu segja og má heyra hana öskra hástöfum á bak við: „Please help!” „Það er brjálaður maður hérna inni,” segir meðleigjandinn. „Bara aðstoð sem fyrst,” bætir hann við.Hvatti meðleigjandann til dáða Lögreglumaðurinn spyr meðleigjandann hvernig lögreglan eigi að komast inn. Hann svarar að ef lögreglumaðurinn hringi öllum dyrabjöllum þá muni einhver hleypa þeim inn. Lögreglumaðurinn heyrist segja við meðleigjandann að hann sé ekki að fara að biðja hann um að gera eitthvað sem hann þori ekki að gera. „Ég held að hann sé að reyna að drepa hana,” heyrist meðleigjandinn segja. Lögreglumaðurinn spyr hann frekar út í það og þá svarar meðleigjandinn: „Hann er að segja þú verður að deyja. Hann er að reyna að kæfa hana.” Lögreglumaðurinn hvetur þá meðleigjandann til dáða en inn á milli mátti heyra í Sanitu hrópa á hjálp.Blóð úti um allt „Þú verður bara að vaða í þetta og ekkert kjaftæði. Ef hann er að kæfa hana, þá verður þú að vaða í þetta,” segir lögreglumaðurinn. Lögreglumaðurinn bað því næst meðleigjandann að hafa símann á sér þegar hann færi fram. Þegar þangað var komið mátti heyra meðleigjandann spyrja hvað sé í gangi. Önnur mannrödd heyrist segja „Fuck You” og „Call Police” og meðleigjandinn segir við lögreglumanninn: „Hann er að lemja hana með slökkvitæki. Það er blóð úti um allt.” Lögreglumaðurinn kallar þá út sjúkrabíl í forgangi en þar með endaði upptakan sem var spiluð í réttarsal. Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00 Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Maður sem segist hafa verið í sambandi með Sanitu bar vitni við réttarhöldin í dag. 21. mars 2018 14:00
Töldu tryllingslegan hlátur Khaleds vera varnarviðbragð en ekki benda til geðrofs Matsmenn telja Khaled Cairo sakhæfan. 21. mars 2018 14:43
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38