„Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2018 14:00 Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september síðastliðnum. Vísir/Anton Brink „Ég fór inn á þetta heimili, sá þar karl og konu, síðan lokaði ég dyrunum og fór. Þetta er það sem ég sá,” sagði vitni við aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Vitnið sem um ræðir er erlendur karlmaður sem ætlaði að hitta Sanitu kvöldið sem hún dó. Hann hafði verið í sambandi við Sanitu um að hitta hana en þegar hann var kominn fyrir utan húsið hennar svaraði hún hvorki símtali frá honum né skilaboðum.Yppti öxlum og fór út Nágranni hleypti honum að lokum inn. Þegar hann var kominn inn í íbúðina hjá Sanitu sá hann hana og Khaled þar sem þau virtust vera að rífast. „Þá bara yppti ég öxlum og lokaði á eftir mér,” sagði maðurinn. Hann sagði bæði Sanitu og Khaled hafa verið fáklædd þegar inn var komið. Hann var spurður út í hvernig hann þekkti Sanitu. Hann sagðist hafa litið svo á að þau væru í sambandi.Khaled var mjög heitt í hamsi Maðurinn var beðinn um lýsa frekar hvað hefði gerst þegar hann fór inn í íbúðina. Hann sagði Khaled hafa komið auga á sig og við það hefði Khaled orðið mjög heitt í hamsi. Maðurinn lokaði dyrunum í kjölfarið. „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins,” sagði maðurinn. Hann talaði við nágranna Sanitu og sagðist telja að eitthvað slæmt væri í uppsiglingu. Bað hann nágrannann um að hafa samband við lögreglu og gekk svo í burtu.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun.Vísir/RakelGrunaði ekki að málið tæki þessa stefnu Vitnið sagðist eiga erfitt með að rifja upp hlutina en það hefði verið auðveldara í skýrslutöku hjá lögreglu þegar atburðirnir voru nýskeðir. Hann sagðist annars staðfesta allt það sem hann sagði við lögreglu í skýrslutöku. Hann tók fram að þegar hann yfirgaf húsið hefði hann ekki grunað að málið tæki þá stefnu sem það tók.Nemendur varaðir við óhugnalegum myndum Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur var kallaður til vitnis við aðalmeðferðina í dag. Þar fór Sebastian með nákvæmum hætti yfir dánarorsök Sanitu. Hann sagði dauðdaga hennar óvenjulegan og að mestum líkindum manndráp. Hann fór yfir margvíslega áverka hennar sem hún hafði hlotið eftir barsmíðar og kyrkingartak. Lögfræðinemar úr Kvennaskóla Reykjavíkur sitja réttarhöldin. Fjölskipaður héraðsdómur tók það fram í tvígang að við réttarhöldin yrðu sýndar myndir úr réttarmeinarannsókn sem kynnu að vekja óhug og gætu setið eftir í huga nemendanna. Voru þeir beðnir um að líta undan ef þeir teldu sig ekki þola slíka sýn. Sebastian var spurður hvort einhver læknir hefði geta brugðist við öllum þeim áverkum sem Sanita varð fyrir og getað bjargað lífi hennar. Sebastian sagði um mjög miklar getgátur að ræða. Hægt væri að lifa af suma áverka en taldi ólíklegt að einhver læknir hefði geta bjargað Sanitu miðað við þá áverka sem voru á henni. Khaled hefur haldið fram í skýrslutökum og við aðalmeðferð að Sanita hafi ekki fengið nægjanlega góða læknishjálp og þess vegna beðið bana. Lokað var fyrir ummæli við fréttina. Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Ég fór inn á þetta heimili, sá þar karl og konu, síðan lokaði ég dyrunum og fór. Þetta er það sem ég sá,” sagði vitni við aðalmeðferð í Hagamelsmálinu svokallaða þar sem Khaled Cairo er sakaður um að hafa orðið Sanitu Brauna að bana í september síðastliðnum. Vitnið sem um ræðir er erlendur karlmaður sem ætlaði að hitta Sanitu kvöldið sem hún dó. Hann hafði verið í sambandi við Sanitu um að hitta hana en þegar hann var kominn fyrir utan húsið hennar svaraði hún hvorki símtali frá honum né skilaboðum.Yppti öxlum og fór út Nágranni hleypti honum að lokum inn. Þegar hann var kominn inn í íbúðina hjá Sanitu sá hann hana og Khaled þar sem þau virtust vera að rífast. „Þá bara yppti ég öxlum og lokaði á eftir mér,” sagði maðurinn. Hann sagði bæði Sanitu og Khaled hafa verið fáklædd þegar inn var komið. Hann var spurður út í hvernig hann þekkti Sanitu. Hann sagðist hafa litið svo á að þau væru í sambandi.Khaled var mjög heitt í hamsi Maðurinn var beðinn um lýsa frekar hvað hefði gerst þegar hann fór inn í íbúðina. Hann sagði Khaled hafa komið auga á sig og við það hefði Khaled orðið mjög heitt í hamsi. Maðurinn lokaði dyrunum í kjölfarið. „Ég vissi að eitthvað hræðilegt ætti eftir að eiga sér stað út frá svipbrigðum mannsins,” sagði maðurinn. Hann talaði við nágranna Sanitu og sagðist telja að eitthvað slæmt væri í uppsiglingu. Bað hann nágrannann um að hafa samband við lögreglu og gekk svo í burtu.Khaled hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í september. Hér mætir hann í dómsal í morgun.Vísir/RakelGrunaði ekki að málið tæki þessa stefnu Vitnið sagðist eiga erfitt með að rifja upp hlutina en það hefði verið auðveldara í skýrslutöku hjá lögreglu þegar atburðirnir voru nýskeðir. Hann sagðist annars staðfesta allt það sem hann sagði við lögreglu í skýrslutöku. Hann tók fram að þegar hann yfirgaf húsið hefði hann ekki grunað að málið tæki þá stefnu sem það tók.Nemendur varaðir við óhugnalegum myndum Sebastian Kuntz réttarmeinafræðingur var kallaður til vitnis við aðalmeðferðina í dag. Þar fór Sebastian með nákvæmum hætti yfir dánarorsök Sanitu. Hann sagði dauðdaga hennar óvenjulegan og að mestum líkindum manndráp. Hann fór yfir margvíslega áverka hennar sem hún hafði hlotið eftir barsmíðar og kyrkingartak. Lögfræðinemar úr Kvennaskóla Reykjavíkur sitja réttarhöldin. Fjölskipaður héraðsdómur tók það fram í tvígang að við réttarhöldin yrðu sýndar myndir úr réttarmeinarannsókn sem kynnu að vekja óhug og gætu setið eftir í huga nemendanna. Voru þeir beðnir um að líta undan ef þeir teldu sig ekki þola slíka sýn. Sebastian var spurður hvort einhver læknir hefði geta brugðist við öllum þeim áverkum sem Sanita varð fyrir og getað bjargað lífi hennar. Sebastian sagði um mjög miklar getgátur að ræða. Hægt væri að lifa af suma áverka en taldi ólíklegt að einhver læknir hefði geta bjargað Sanitu miðað við þá áverka sem voru á henni. Khaled hefur haldið fram í skýrslutökum og við aðalmeðferð að Sanita hafi ekki fengið nægjanlega góða læknishjálp og þess vegna beðið bana. Lokað var fyrir ummæli við fréttina.
Manndráp á Hagamel Tengdar fréttir „Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39 Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Taldi hana hafa átt það skilið því hún lagðist með svörtum manni“ Lögreglumaður fór yfir viðbrögð Khaled Cairo kvöldið sem Sanita Brauna dó. 21. mars 2018 12:39
Aðalmeðferð í Hagamelsmálinu: Gaf í skyn að Sanita hefði ekki fengið nægjanlega aðstoð á sjúkrahúsi Khaled Cairo og Sanita Braun höfðu aðeins hist einu sinni að sögn hins grunaða. Hann hafi orðið ástfanginn af henni. 21. mars 2018 11:38