Á þriðja tug Íslendinga kaupa DNA próf í hverri viku Hersir Aron Ólafsson skrifar 21. mars 2018 20:00 Tuttugu til þrjátíu Íslendingar kaupa í hverri viku þjónustu af dönsku rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í DNA skyldleikaprófum. Prófið kostar jafnvirði tuttugu og þriggja þúsunda íslenskra króna og eru munnvatnssýni send út til Danmerkur. Kári Stefánsson segir unnt að gera sambærilegt próf ókeypis hér á landi. Fyrst var sagt frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir þó að um fimm Íslendingar kaupi slík próf af danska fyrirtækinu DNATEST.dk í viku hverri, en hið rétta er hins vegar 25. Johannes Brejner, eigandi fyrirtækisins segist hafa greint stóraukinn áhuga Íslendinga á slíkum rannsóknum undanfarna mánuði „Til dæmis búa þrefalt fleiri í Kaupmannahöfn en á Íslandi en við seljum Kaupmannahafnarbúum álíka mörg próf og Íslendingum,“ bendir Johannes á.Telur áhugann að rekja til íslensks sjónvarpsefnis Hann telur líklegt að hinn aukna áhuga megi m.a. rekja til íslensks sjónvarpsefnis á borð við Leitina að upprunanum og umræður sem spunnist hafi um slík mál. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur m.a. fram að prófin veiti svo gott sem 100% vissu um hvort skyldleiki sé til staðar. Fullum trúnaði er heitið og ferlið afar einfalt. „Þú ferð inn á vefinn, kaupir próf, sendir okkur gögn og tveimur til fimm dögum síðar færðu niðurstöðurnar í pósti,“ segir Johannes. Um er að ræða munnvatnssýni sem tekin eru með einni stroku. Engrar pappírsvinnu eða skýrgreinds samþykkis þess sem er prófaður er krafist af fyrirtækinu. Sé prófið tekið á barni er t.a.m. ekki gerð krafa um að sérstakt samþykki foreldra þess sé sent með sýninu. „Ef þú hefur aðgang að barninu, ert til dæmis faðir þess, þá þarftu ekki að biðja móðurina um leyfi til sýnatöku, enda er munnsýnataka ekki inngrip sem krefst leyfis,“ segir Johannes.Kári tilbúinn að gera prófin frítt Ætla má að í einhverjum tilfellum sé hugmyndin að nota slík próf í faðernis- eða véfengingarmálum, þó ekki liggi fyrir skýr dómafordæmi um notkun prófa sem aflað er með þessum hætti. Fyrir dönsku prófin er greitt á þriðja tug þúsunda króna. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, bendir hins vegar á að slíkt ætti að vera óþarft. „Við hjá Íslenskri erfðagreiningu erum tilbúin til að gera þetta ókeypis fyrir hvern þann sem til okkar leitar. Við getum gert þetta hratt og nákvæmar en nokkur dönsk rannsóknarstofa getur,“ segir Kári. Kári segir einhverja tugi Íslendinga fá fyrirtækið til að gera slíka rannsókn á ári hverju – margfalt færri en þá dönsku, en sú þjónusta er þó ekki sérstaklega auglýst. „Nú, það er líka sá möguleiki að fólk sé svolítið feimið við að gera þetta í Reykjavík. Það halda margir að minni hætta sé á að niðurstöður berist út sé það gert annars staðar. Við getum hins vegar tryggt það nokkuð vel með því að nota okkar dulkóðunarkerfi,“ segir Kári að lokum. Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Tuttugu til þrjátíu Íslendingar kaupa í hverri viku þjónustu af dönsku rannsóknarfyrirtæki sem sérhæfir sig í DNA skyldleikaprófum. Prófið kostar jafnvirði tuttugu og þriggja þúsunda íslenskra króna og eru munnvatnssýni send út til Danmerkur. Kári Stefánsson segir unnt að gera sambærilegt próf ókeypis hér á landi. Fyrst var sagt frá málinu í Morgunblaðinu í dag. Þar segir þó að um fimm Íslendingar kaupi slík próf af danska fyrirtækinu DNATEST.dk í viku hverri, en hið rétta er hins vegar 25. Johannes Brejner, eigandi fyrirtækisins segist hafa greint stóraukinn áhuga Íslendinga á slíkum rannsóknum undanfarna mánuði „Til dæmis búa þrefalt fleiri í Kaupmannahöfn en á Íslandi en við seljum Kaupmannahafnarbúum álíka mörg próf og Íslendingum,“ bendir Johannes á.Telur áhugann að rekja til íslensks sjónvarpsefnis Hann telur líklegt að hinn aukna áhuga megi m.a. rekja til íslensks sjónvarpsefnis á borð við Leitina að upprunanum og umræður sem spunnist hafi um slík mál. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur m.a. fram að prófin veiti svo gott sem 100% vissu um hvort skyldleiki sé til staðar. Fullum trúnaði er heitið og ferlið afar einfalt. „Þú ferð inn á vefinn, kaupir próf, sendir okkur gögn og tveimur til fimm dögum síðar færðu niðurstöðurnar í pósti,“ segir Johannes. Um er að ræða munnvatnssýni sem tekin eru með einni stroku. Engrar pappírsvinnu eða skýrgreinds samþykkis þess sem er prófaður er krafist af fyrirtækinu. Sé prófið tekið á barni er t.a.m. ekki gerð krafa um að sérstakt samþykki foreldra þess sé sent með sýninu. „Ef þú hefur aðgang að barninu, ert til dæmis faðir þess, þá þarftu ekki að biðja móðurina um leyfi til sýnatöku, enda er munnsýnataka ekki inngrip sem krefst leyfis,“ segir Johannes.Kári tilbúinn að gera prófin frítt Ætla má að í einhverjum tilfellum sé hugmyndin að nota slík próf í faðernis- eða véfengingarmálum, þó ekki liggi fyrir skýr dómafordæmi um notkun prófa sem aflað er með þessum hætti. Fyrir dönsku prófin er greitt á þriðja tug þúsunda króna. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, bendir hins vegar á að slíkt ætti að vera óþarft. „Við hjá Íslenskri erfðagreiningu erum tilbúin til að gera þetta ókeypis fyrir hvern þann sem til okkar leitar. Við getum gert þetta hratt og nákvæmar en nokkur dönsk rannsóknarstofa getur,“ segir Kári. Kári segir einhverja tugi Íslendinga fá fyrirtækið til að gera slíka rannsókn á ári hverju – margfalt færri en þá dönsku, en sú þjónusta er þó ekki sérstaklega auglýst. „Nú, það er líka sá möguleiki að fólk sé svolítið feimið við að gera þetta í Reykjavík. Það halda margir að minni hætta sé á að niðurstöður berist út sé það gert annars staðar. Við getum hins vegar tryggt það nokkuð vel með því að nota okkar dulkóðunarkerfi,“ segir Kári að lokum.
Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent