Viðreisn og Björt framtíð ræða samvinnu á sveitarstjórnarstigi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. janúar 2018 07:30 Pawel Bartoszek og Nichole Leigh Mosty, fyrrverandi stjórnarþingmenn. vísir/vilhelm/pjetur Áhugi er fyrir því bæði innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að vinna saman að því markmiði að halda íhaldsöflunum frá völdum í þeim sveitarfélögum þar sem það er mögulegt. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Þannig hafa forystumenn innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar átt óformleg samtöl um samstarf í borginni og í öðrum stærstu sveitarfélögum landsins; Hafnarfirði, Kópavogi, Akureyri og mögulega í Reykjanesbæ. Fátt er þó um fína drætti þegar kemur að frambjóðendum fyrir flokkana tvo, þótt mörgum nöfnum hafi verið haldið á lofti í umræðunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gefa sitjandi borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar ekki kost á sér í forystusæti fyrir flokkinn í Reykjavík. Nichole Leigh Mosty er hins vegar sögð mjög líkleg. „Ég er að hugsa um það en ekki endanlega búin að gefa það út,“ segir Nichole, aðspurð um framboð. Nichole býr í Breiðholti og hefur nýverið tekið við stöðu verkefnastjóra samfélagsþróunar í hverfinu. „Mér finnst mjög spennandi hlutir hafa verið að gerast hér í Breiðholti. Það hefur verið svo jákvæð þróun hér og gerjun sem ég myndi vilja að héldi áfram í borginni,“ segir Nichole og bætir við um framboð: „Ég viðurkenni að ég er enn að sleikja sárin eftir reynsluna af þinginu. Ég mætti miklu mótlæti fyrir að vera með, en Björt framtíð skiptir mig mjög miklu máli og ef kallið kemur þaðan, þá er ég til,“ segir Nichole. Nafni Pawels Bartoszek hefur verið haldið á lofti síðan hann datt út af þingi í haust. Að eigin sögn er Pawel að leita sér að starfi og hefur ekki gert upp hug sinn um framboð. Heimildir blaðsins herma að hann muni þó ekki sækjast eftir fyrsta sæti á lista. Hins vegar þykir ekki ólíklegt að María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, muni sækjast eftir forystu í borginni fyrir Viðreisn. Áður en María hóf að aðstoða Þorgerði Katrínu starfaði hún sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og leiddi meðal annars samráðshóp um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ekki er að vænta mikillar endurnýjunar hjá Samfylkingunni í Reykjavík en enginn sitjandi borgarfulltrúa flokksins hefur gefið út að hann hyggist hætta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson hafa setið tvö kjörtímabil en hinir borgarfulltrúarnir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, hafa setið eitt kjörtímabil. Kristín segist þó enn vera að hugsa málið. „Það er bara pínu erfitt að fara í fæðingarorlof í pólitík og koma til baka,“ segir Kristín og tekur dæmi úr borgarpólitíkinni um Sveinbjörgu Birnu, Þorbjörgu Helgu og Oddnýju Sturludóttur. „Ætli maður sé ekki bara svo hræddur við að það hafi áhrif á gengið að hafa farið í fæðingarorlof að maður þorir varla að taka slaginn,“ segir Kristín sem hugsar nú málið í ljósi #metoo-byltingarinnar. Þórlaug Ágústsdóttir hefur formlega gefið kost á sér til forystu fyrir Pírata í borginni en Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi flokksins, hefur gefið út að hann ætli ekki aftur í framboð. Þórlaug hefur verið virk í flokknum lengi og skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Enn liggur ekki fyrir hverjir gefa kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins aðrir en Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar, en framboðsfrestur rennur út á morgun. Eyþór Arnalds liggur enn undir feldi en margir líklegir frambjóðendur hafa helst úr lestinni undanfarna daga. Þannig hafa Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Karl Ólafsson bæði lýst því yfir að þau fari ekki fram, þrátt fyrir fjölda áskorana. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira
Áhugi er fyrir því bæði innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar að vinna saman að því markmiði að halda íhaldsöflunum frá völdum í þeim sveitarfélögum þar sem það er mögulegt. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Þannig hafa forystumenn innan Viðreisnar og Bjartrar framtíðar átt óformleg samtöl um samstarf í borginni og í öðrum stærstu sveitarfélögum landsins; Hafnarfirði, Kópavogi, Akureyri og mögulega í Reykjanesbæ. Fátt er þó um fína drætti þegar kemur að frambjóðendum fyrir flokkana tvo, þótt mörgum nöfnum hafi verið haldið á lofti í umræðunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gefa sitjandi borgarfulltrúar Bjartrar framtíðar ekki kost á sér í forystusæti fyrir flokkinn í Reykjavík. Nichole Leigh Mosty er hins vegar sögð mjög líkleg. „Ég er að hugsa um það en ekki endanlega búin að gefa það út,“ segir Nichole, aðspurð um framboð. Nichole býr í Breiðholti og hefur nýverið tekið við stöðu verkefnastjóra samfélagsþróunar í hverfinu. „Mér finnst mjög spennandi hlutir hafa verið að gerast hér í Breiðholti. Það hefur verið svo jákvæð þróun hér og gerjun sem ég myndi vilja að héldi áfram í borginni,“ segir Nichole og bætir við um framboð: „Ég viðurkenni að ég er enn að sleikja sárin eftir reynsluna af þinginu. Ég mætti miklu mótlæti fyrir að vera með, en Björt framtíð skiptir mig mjög miklu máli og ef kallið kemur þaðan, þá er ég til,“ segir Nichole. Nafni Pawels Bartoszek hefur verið haldið á lofti síðan hann datt út af þingi í haust. Að eigin sögn er Pawel að leita sér að starfi og hefur ekki gert upp hug sinn um framboð. Heimildir blaðsins herma að hann muni þó ekki sækjast eftir fyrsta sæti á lista. Hins vegar þykir ekki ólíklegt að María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, muni sækjast eftir forystu í borginni fyrir Viðreisn. Áður en María hóf að aðstoða Þorgerði Katrínu starfaði hún sem sérfræðingur í dómsmálaráðuneytinu og leiddi meðal annars samráðshóp um meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu. Ekki er að vænta mikillar endurnýjunar hjá Samfylkingunni í Reykjavík en enginn sitjandi borgarfulltrúa flokksins hefur gefið út að hann hyggist hætta. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hjálmar Sveinsson hafa setið tvö kjörtímabil en hinir borgarfulltrúarnir, Skúli Helgason, Kristín Soffía Jónsdóttir og Heiða Björg Hilmisdóttir, hafa setið eitt kjörtímabil. Kristín segist þó enn vera að hugsa málið. „Það er bara pínu erfitt að fara í fæðingarorlof í pólitík og koma til baka,“ segir Kristín og tekur dæmi úr borgarpólitíkinni um Sveinbjörgu Birnu, Þorbjörgu Helgu og Oddnýju Sturludóttur. „Ætli maður sé ekki bara svo hræddur við að það hafi áhrif á gengið að hafa farið í fæðingarorlof að maður þorir varla að taka slaginn,“ segir Kristín sem hugsar nú málið í ljósi #metoo-byltingarinnar. Þórlaug Ágústsdóttir hefur formlega gefið kost á sér til forystu fyrir Pírata í borginni en Halldór Auðar Svansson, eini borgarfulltrúi flokksins, hefur gefið út að hann ætli ekki aftur í framboð. Þórlaug hefur verið virk í flokknum lengi og skipaði þriðja sæti á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Enn liggur ekki fyrir hverjir gefa kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins aðrir en Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, sitjandi borgarfulltrúar, en framboðsfrestur rennur út á morgun. Eyþór Arnalds liggur enn undir feldi en margir líklegir frambjóðendur hafa helst úr lestinni undanfarna daga. Þannig hafa Unnur Brá Konráðsdóttir og Jón Karl Ólafsson bæði lýst því yfir að þau fari ekki fram, þrátt fyrir fjölda áskorana.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Sjá meira