Reyndi að vekja nágranna sína Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2018 07:48 Þessar myndir tók Árni í nótt af reyknum á stigaganginum, af slökkviliðinu er það mætti á vettvang og af íbúðinni þar sem eldurinn kom upp. Árni Árnason Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“ Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Maðurinn, sem liggur í lífshættu á Landspítalnum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í Grafarvogi í nótt, reyndi að vekja nágranna sína áður en hann missti meðvitund á gangi fjölbýlishússins. Árni Árnason, íbúi á fimmtu hæð í Bláhömrum 2, segir í samtali við Vísi að reykurinn hafi hins vegar verið svo svartur og þykkur þegar hann var vakinn á þriðja tímanum að íbúar hæðarinnar hafi ekki náð að nýta sér neyðarstigaganginn. Lyfta er í húsinu og segir Árni að mikill reykur hafi einnig komið úr lyftuopinu. Því hafi hluti íbúanna komið sér fyrir á svölum við enda sameignarinnar á meðan aðrir, þeirra á meðal ungt par og þorri íbúa fjórðu hæðarinnar, hafið farið út á svalir íbúða sinna því ekki var talið óhætt að halda inn í reykjarmökkinn. „Við vorum því í talsverðan tíma úti á svölum meðan slökkviliðið var að athafna sig,“ segir Árni.Sjá einnig: Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsiHann lýsir því hvernig slökkviliðsmenn brutu rúður til að koma sér inn í blokkina. Til þess að hreinsa út mesta reykinn opnuðu slökkviliðsmennirnir dyr á sitthvorum enda stigagangsins og nýttu sér hvassviðrið til að blása honum burt.Árni Árnason þurfti ásamt öðrum að dvelja á svölum blokkarinnar meðan slökkviliðið braut sér leið til þeirra.„Þeir brutu meðal annars rúðu á neyðarútgangshurðinni á minni hæð því þegar okkur var komið og bjargað þá var maður að klofa yfir glerbrot,“ segir hann ennfremur og bætir við að ástandið hafi „verið vægast sagt skelfilegt“ þegar niður var komið. „Það var allt í glerbrotum og fólk í sjokki,“ segir Árni. Þá hafi íbúunum jafnframt verið tjáð að maðurinn, sem hafði reynt að vekja nágranna sína, hafi verið fluttur á spítala. Hann hafði fundist á gangi fjórðu hæðarinnar eftir að hafa reynt að vekja fólk í nærliggjandi íbúðum. Sex aðrir voru jafnframt fluttir á slysadeild en engan þeirra mun hafa sakað alvarlega. Meðan á aðgerðum stóð gátu íbúar blokkarinnar leitað skjóls í nærliggjandi blokk áður en Rauði krossinn og strætisvagn komu á vettvang. Árni vill þakka starfsfólki Rauða krossins sérstaklega fyrir mikla hlýju - „það var mjög mikill styrkur í því að fá Rauða krossinn,“ segir Árni. Engu að síður hafi þetta verið ónotaleg upplifun. „Maður er í almennu áfalli enda ekki þægilegt að búa upp á fimmtu hæð þegar kviknar í. Það er svona slæm tilfinning.“
Tengdar fréttir Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Indland gerir árás á Pakistan Erlent Fleiri fréttir Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Sjá meira
Grafarvogsbúi í lífshættu eftir bruna í fjölbýlishúsi Maður liggur í lífshættu á Landspítalanum eftir að eldur kviknaði í íbúð hans í sex hæða fjölbýlishúsi við Bláhamra í Grafarvogi. 9. janúar 2018 06:29