Eyþór segir gagnrýni Dags lýsa hræðslu við lausnir Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2018 21:18 Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. visir/ernir „Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“ Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
„Ég er að benda á að þetta eru ekki bara okkar útfærslur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, um þá gagnrýni sem Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, setti fram á hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um bíllausa byggð í Örfirisey. Eyþór segir marga vera að móta útfærslur á tillögum Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í Örfirisey. „Og ég held að það komi einhverjar 20 tillögur í næstu viku, frá nemendum í skipulags- og hönnunarfræðum. Það er gaman að margir hafi áhuga á þessu svæði,“ segir Eyþór. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn vera að benda tvo valkosti í vesturhluta borgarinnar. Annars vegar í Örfirisey og svo BSÍ-svæðið. „Sem er næstum því jafn stór og Landspítalalóðin og þar eru ekkert nema rútur og ein bensínstöð. Þetta yrði frábær staður fyrir ungt fólk í háskólanum og sem tenging við miðbæinn,“ segir Eyþór. Hann segir gaman að því að Dagur hefði átt hlut í því að koma þessari bensínstöð við BSÍ. „Þarna er bensínstöð í aðflugslínu flugvallarins og olíutankar í miðbæ. Við viljum minni olíu og fleiri íbúa niður í miðbæ,“ segir Eyþór. Hann segist annars vilja þakka Degi fyrir að auglýsa tillögur Sjálfstæðisflokksins. „Og það á líka við friðlýsingu í Elliðárdalnum. Hann var ekki sáttur við að við vildum friðlýsa dalinn. Hann er búinn að gefa vilyrði fyrir þrettán þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í dalnum og sagðist hafa friðað dalinn. Það var reyndar tillaga um borgarvernd sem kom árið 2014 og lítið gerst síðan þá,“ segir Eyþór. Dagur sagði á Facebook í dag „lágmarks-innsýn“ í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið hugmynd um brú út í Örfirisey á bólakaf. Eyþór segir brúna einfaldlega vera skemmtilega hugmynd og ekki lykilatriði í uppbyggingu íbúða. „Svona brýr eru til í Danmörku og víðar og þær eru einmitt opnanlegar til þess að höfnina fái að vera áfram. Ég þekki höfnina mjög vel og sat í hafnarstjórn og hef starfað í ferðaþjónustunni í mörg ár,“ segir Eyþór og bætir við að lokum: „Þetta lýsir hræðslu við lausnir og það sérstaka í þessu er að húsnæðisvandinn verður til á síðustu átta árum á meðan Dagur var á vakt.“
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Borgarstjóri gagnrýnir hugmynd D-lista: „Lágmarks innsýn í atvinnulíf borgarinnar hefði skotið þessari hugmynd á bólakaf“ Dagur B. Eggertsson tjáði sig um hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um bíllausa byggð í Örfirisey á Facebook síðu sinni í dag. 12. maí 2018 14:41