Fulltrúi slökkviliðs í Skógarhlíð tjáði fréttastofu að reykkafarar væru á leiðinni í húsið í þessum töluðu orðum. Mikill reykur kemur úr íbúðinni í blokkinni. Íbúar yfirgefa blokkina.
Uppfært klukkan 21:24
Búið er að slökkva eldinn. Íbúar á hæðunum fyrir ofan eru enn í íbúðum sínum. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði liggur ekki fyrir hvort einhver var heima í íbúðinni eða ekki. Alltaf sé gengið út frá því að svo sé.
Uppfært klukkan 21:40
Að minnsta kosti einn hefur verið fluttur af vettvangi í sjúkrabíl.
Uppfært klukkan 22:26
Slökkvilið hefur lokið störfum á vettvangi. Lögregla er enn að störfum.


