Ekki afsakanlegt að sinna ekki börnum í fjölþættum vanda Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. apríl 2018 20:00 Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi segir meðferðina gagnast mörgum ungmennum en að sum börn, sérstaklega yngri, þurfi sértækari aðstoð Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan. Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
Foreldrar sem skrifuðu opið bréf til þingmanna í morgun og lýstu yfir áhyggjum sínum af barnaverndarkerfinu á Íslandi sögðu það óásættanlegt að börn niður í tólf ára aldur fari í vímuefnameðferð á Vogi með fullorðnu fólki. Það þurfi sértækari meðferð. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, segir rangt að tólf ára börn fari í meðferð á sjúkrahúsinu. Á síðustu tuttugu árum hafi engin börn svo ung komið í meðferð, eingöngu sjö þrettán ára börn hafi komið frá árinu 1997, 57 fjórtán ára börn en svo eftir fimmtán ára aldur fer að fjölga í aldurshópunum upp í átján ára aldur. „Þannig að þetta eru ekki margir sem þurfa að koma svona ungir en þeirra vandi getur verið alvarlegur, býsna alvarlegur," segir Valgerður og tekur dæmi um ungmenni sem eru háð lyfseðilsskyldum lyfjum og sprauta sig í æð. Einnig séu sum börn að stríða við fjölþættan vanda. „Þau eru í mikilli áhættuhegðun og hún hættir ekki þegar þau koma hér inn. Það getur verið erfitt að passa þau og halda utan um þau í þannig ástandi." En það er reynt með því að hafa ungmenni á afmarkaðri deild þar sem þau fá mikið eftirlit og aðstoð en þau umgangast aðra eldri sjúklinga í reykaðstöðu og matarsal. Einnig er fylgst með ferðum þeirra með myndbandsupptökum. Valgerður bendir á að börn sem sýni áhættuhegðun og eiga við geðrænan eða félagslegan vanda samhliða vímuefnavanda geti vel komið sér í vandræði í meðferðinni ef þau vilji það. Fyrir þessi börn þurfi sértækari meðferð. „Sem þarf að takast á við á heilbrigðisstofnun sem myndi ráða við erfiða hegðun á sama tíma. Það vantar,“ segir Valgerður og á þar við sérstæka fíknigeðdeild fyrir ungmenni, en slík deild er rekin á Landspítala fyrir fullorðna. „Ég veit að það er erfið staða hjá Landspítala, að taka inn börn í þessari stöðu og maður skilur allar hliðar en það bara vantar úrræði, það er bara ekki hægt að afsaka það að sinna þeim ekki.“Ítarlega var fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin má sjá í klippunni að neðan.
Tengdar fréttir „Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklag ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Sjá meira
„Undanfarið hefur barátta okkar snúist um að reyna að halda lífi í barninu okkar“ Þau Adda S. Jóhannsdóttir og Sigvaldi Sigurbjörnsson, foreldrar barns á átjánda ári sem glímir við alvarlegan fíknivanda, gagnrýna harðlega það úrræðaleysi sem blasir við börnum með slíkan vanda í opnu bréfi sem þau hafa sent til allra þingmanna. 9. apríl 2018 11:16