Gleðileg jól ekki bundin við hluti, eyðslu og óhóf Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. desember 2018 08:15 Elsa Kristjánsdóttir segir gleðileg jól ekki bundin við eyðslu og óhóf. Fréttablaðið/ Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra hjá UN Women, aðhyllist naumhyggjulífsstíl og er það hennar reynsla að meiri eyðsla og dýrari gjafir skili ekki endilega betri jólum. Hún hvetur alla til að íhuga naumhyggju fyrir jól. „Það er vel hægt að njóta yndislegra jóla án þess að missa stjórn á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað hefur mínímalískum lífsstíl um nokkurt skeið. Naumhyggjulífsstíllinn tekur vissulega til allra þátta í lífi fólks en líklega er hvergi betra tækifæri til að skera niður í kringum sig, minnka umfang og draga úr útgjöldum, umbúðum og óþarfa en í kringum jólin. Og þeir sem reynt hafa, sjá ekki eftir því. „Ég hef bæði verið í þeirri stöðu að geta leyft mér ýmislegt um jólin, og líka hinni þar sem hefðbundið íslenskt jólahald var ekki í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi ég mér að hafa jólin eins og ég vil hafa þau, og reynsla mín kennir mér að meiri eyðsla og dýrari gjafir skila ekki betri jólum,“ segir Elsa. En fyrir þá sem eru forvitnir um bætta og breytta hætti við jólahaldið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig má bera sig að? Góð ráð eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.Endurnýttu jólaskrautið „Ég man þá tilfinningu að finnast mikilvægt að stílísera jólin; jólaskrautið átti að vera með smekklegu litaþema, sem þýddi að kaupa þurfti nýjar jólakúlur á tréð og nýjar jólaseríur árlega. Núna hef ég ekki keypt jólaskraut í nokkur ár, en luma á tveimur kössum af skrauti í geymslunni sem innihalda samtíning af þemajólatilraunum mínum ásamt gömlu skrauti úr æsku minni. Gervijólatréð hirti ég úr geymslunni á fyrrverandi vinnustað, þar sem átti að henda því. Þessi samtíningur er mikil heimilisprýði yfir jólin og ég sé fram á að þurfa ekki að kaupa jólaskraut í mörg ár.“Upplifun umbúðalaus jólagjöf Án nokkurs vafa eru jólagjafirnar stærsti útgjaldaliður hvers heimilis fyrir jólin. Fólk með börn og barnabörn gerir ráð fyrir að verja jafnvel 200 þúsund krónum í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir jólin, en þar sé þó hægt að spara mikið, bæði í krónum og umhverfisáhrifum. „Að mínu mati eru gjafirnar fyrst og fremst fyrir börnin, og ég gef mínum eigin börnum og frændsystkinum jólagjafir á hverju ári. Síðustu ár hef ég kosið að gefa upplifanir fremur en leikföng. Bíómiðar, gjafakort í trampólíngarð, leikhúsmiðar og sundkort eru dæmi um þær upplifunargjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir hafa hitt í mark, en eru einnig umhverfisvænar og það besta er að þær breytast ekki í rusl eða geymslumat.“Hvað skal gefa þeim sem á allt? Elsa segir að í ár gefi þau örfáar fullorðinsgjafir til foreldra og systkina. Þau hafa valið að gefa upplifanir eða gjafabréf. Leikhús- og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir allan aldur. „Við höfum líklega öll rekið okkur á það að vita ekkert hvað við eigum að gefa einhverjum, því viðkomandi á allt sem þarf, og oftast rúmlega það. Þá er fallegt að gefa til góðgerðarstarfs í nafni viðkomandi, en mörg hjálparsamtök bjóða upp á sérstök jólagjafabréf þessi jólin. Við höfum valið að gefa Vonarneista UN Women til styrktar Róhingjakonum á flótta, en vonarneistinn veitir konum í erfiðum aðstæðum sæmdarsett, sem inniheldur nauðsynjavörur og fæst á unwomen.is.“ Elsa kveðst hvetja alla til að hafa naumhyggju í huga í jólaundirbúningnum. „En fyrst og fremst að njóta jólanna með gleði og kærleik að leiðarljósi.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Elsa Kristjánsdóttir, rekstrarstýra hjá UN Women, aðhyllist naumhyggjulífsstíl og er það hennar reynsla að meiri eyðsla og dýrari gjafir skili ekki endilega betri jólum. Hún hvetur alla til að íhuga naumhyggju fyrir jól. „Það er vel hægt að njóta yndislegra jóla án þess að missa stjórn á neyslunni,“ segir Elsa, sem lifað hefur mínímalískum lífsstíl um nokkurt skeið. Naumhyggjulífsstíllinn tekur vissulega til allra þátta í lífi fólks en líklega er hvergi betra tækifæri til að skera niður í kringum sig, minnka umfang og draga úr útgjöldum, umbúðum og óþarfa en í kringum jólin. Og þeir sem reynt hafa, sjá ekki eftir því. „Ég hef bæði verið í þeirri stöðu að geta leyft mér ýmislegt um jólin, og líka hinni þar sem hefðbundið íslenskt jólahald var ekki í fjárhagsáætluninni. Í dag leyfi ég mér að hafa jólin eins og ég vil hafa þau, og reynsla mín kennir mér að meiri eyðsla og dýrari gjafir skila ekki betri jólum,“ segir Elsa. En fyrir þá sem eru forvitnir um bætta og breytta hætti við jólahaldið, hvað þarf að hafa í huga og hvernig má bera sig að? Góð ráð eru nefnilega ekki jafndýr og jólin.Endurnýttu jólaskrautið „Ég man þá tilfinningu að finnast mikilvægt að stílísera jólin; jólaskrautið átti að vera með smekklegu litaþema, sem þýddi að kaupa þurfti nýjar jólakúlur á tréð og nýjar jólaseríur árlega. Núna hef ég ekki keypt jólaskraut í nokkur ár, en luma á tveimur kössum af skrauti í geymslunni sem innihalda samtíning af þemajólatilraunum mínum ásamt gömlu skrauti úr æsku minni. Gervijólatréð hirti ég úr geymslunni á fyrrverandi vinnustað, þar sem átti að henda því. Þessi samtíningur er mikil heimilisprýði yfir jólin og ég sé fram á að þurfa ekki að kaupa jólaskraut í mörg ár.“Upplifun umbúðalaus jólagjöf Án nokkurs vafa eru jólagjafirnar stærsti útgjaldaliður hvers heimilis fyrir jólin. Fólk með börn og barnabörn gerir ráð fyrir að verja jafnvel 200 þúsund krónum í gjafir. Elsa segir gjafir vissulega stærsta útgjaldaliðinn hjá sér fyrir jólin, en þar sé þó hægt að spara mikið, bæði í krónum og umhverfisáhrifum. „Að mínu mati eru gjafirnar fyrst og fremst fyrir börnin, og ég gef mínum eigin börnum og frændsystkinum jólagjafir á hverju ári. Síðustu ár hef ég kosið að gefa upplifanir fremur en leikföng. Bíómiðar, gjafakort í trampólíngarð, leikhúsmiðar og sundkort eru dæmi um þær upplifunargjafir sem ég hef gefið. Slíkar gjafir hafa hitt í mark, en eru einnig umhverfisvænar og það besta er að þær breytast ekki í rusl eða geymslumat.“Hvað skal gefa þeim sem á allt? Elsa segir að í ár gefi þau örfáar fullorðinsgjafir til foreldra og systkina. Þau hafa valið að gefa upplifanir eða gjafabréf. Leikhús- og bíómiðar séu sniðug gjöf fyrir allan aldur. „Við höfum líklega öll rekið okkur á það að vita ekkert hvað við eigum að gefa einhverjum, því viðkomandi á allt sem þarf, og oftast rúmlega það. Þá er fallegt að gefa til góðgerðarstarfs í nafni viðkomandi, en mörg hjálparsamtök bjóða upp á sérstök jólagjafabréf þessi jólin. Við höfum valið að gefa Vonarneista UN Women til styrktar Róhingjakonum á flótta, en vonarneistinn veitir konum í erfiðum aðstæðum sæmdarsett, sem inniheldur nauðsynjavörur og fæst á unwomen.is.“ Elsa kveðst hvetja alla til að hafa naumhyggju í huga í jólaundirbúningnum. „En fyrst og fremst að njóta jólanna með gleði og kærleik að leiðarljósi.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Neytendur Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira