Vonast til að félögin geti unnið saman þrátt fyrir niðurstöðuna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. desember 2018 08:30 Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Fréttablaðið/Ernir Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að draga samningsumboð sitt til Starfsgreinasambandsins (SGS) til baka. Tillaga þess efnis var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á fundi nefndarinnar. Formaður SGS segist leiður yfir að svona hafi farið en vonast til að félög landsins muni vinna saman þó að þau verði ekki saman í hóp. Fyrr í þessari viku felldi fundur aðildarfélaga SGS tillögu um að vísa kjarasamningaviðræðum strax til ríkissáttasemjara. Ellefu félög greiddu atkvæði gegn því en sjö vildu samþykkja. Meðal þeirra sem vildu samþykkja var Efling. Var haft eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, að hún teldi niðurstöðuna ranga og rétt hefði verið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara áður en jólin gengju í garð. Boðað var til fundar í Eflingu í gær. „Þetta var því sem næst einróma niðurstaða fundarins og næstu skref eru að ég hef heimild frá samninganefndinni til að taka ákvörðun um hvenær við munum vísa viðræðunum til sáttasemjara,“ segir Sólveig Anna. „Það hefur alltaf verið okkar mikli vilji að vera saman í bandalagi og fara fram saman með VR. Þegar við skiluðum samningsumboði Eflingar til SGS gerðum við það með þeim fyrirvara að af slíku sambandi yrði og við töldum að það væri samhugur um það innan vébanda SGS. Því miður var það ekki raunin,“ segir hún. „Félög geta auðvitað hvenær sem er dregið umboð sitt til baka ef þau eru ekki ánægð. Það er ákvörðun hvers og eins en auðvitað finnst mér það miður,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Þegar Fréttablaðið náði í Björn hafði honum ekki verið tilkynnt formlega um niðurstöðu fundarins en þó frétt af henni. Hann segir ekki óþekkt að félög vinni í mismunandi hópum. „Það hefur auðvitað alltaf áhrif ef menn vinna ekki í sameiningu. Þetta þýðir að félögin verða ekki saman í hóp en ég vonast til þess að þau geti unnið saman þrátt fyrir það. Þau félög sem eftir verða innan SGS munu auðvitað fylkja liði og vinna að því að ná góðum kjarasamningum,“ segir Björn. Þegar Fréttablaðið fór í prentun lá ekki fyrir hvort fleiri félög myndu fylgja fordæmi Eflingar og draga umboð sitt til SGS til baka. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, hafði lýst því yfir að afar líklegt væri að félag hans myndi fylgja í kjölfar Eflingar ef svo færi. Fréttablaðið reyndi að ná í Vilhjálm í gær en árangurslaust. Ítrekaðar tilraunir til að ná tali af Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR, báru jafn mikinn ávöxt
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira