Hagnast á Fortnite-hakki Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2018 07:30 Fortnite nýtur mikilla vinsælda. Nordicphotos/Getty Börn, allt niður að fjórtán ára aldri, græða nú hundruð þúsunda króna á viku á viðskiptum með stolna aðganga að hinum geysivinsæla tölvuleik Fortnite. Þetta kom fram í umfjöllun er BBC birti í gær og byggði á viðtölum við um tuttugu þessara hakkara. Þótt leikurinn sjálfur sé ókeypis hefur útgefandinn Epic halað inn milljarða á því að selja ýmsan varning innan leiksins sjálfs. Til að mynda svokölluð „skins“ sem breyta útliti karaktersins sem spilað er með. Þetta þýðir að aðgangur þeirra sem hafa keypt sér fleiri „skins“ er verðmætari en aðrir. Einn viðmælenda BBC sagði, í skjóli nafnleyndar, að hann hefði sjálfur sogast inn í þennan hakkaraheim eftir að aðgangi hans var stolið. Hann tjáði sig á Twitter um svekkelsið og fékk þá skilaboð. „Einhver sagði að ég gæti keypt stolinn aðgang á 25 penní. Ég sá strax að ég gæti selt aðganginn aftur á mun meiri pening og keypti hann því.“ Síðar setti hakkarateymi sig í samband við viðmælandann og sýndi honum hvernig ætti að finna stóra lista af stolnum og leknum notendanöfnum og lykilorðum og hvar væri hægt að kaupa nauðsynleg verkfæri til þess að hakka sig inn í aðganga. Með þessa þekkingu náði viðmælandinn svo að stela rúmlega þúsund aðgöngum á einum degi. Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Börn, allt niður að fjórtán ára aldri, græða nú hundruð þúsunda króna á viku á viðskiptum með stolna aðganga að hinum geysivinsæla tölvuleik Fortnite. Þetta kom fram í umfjöllun er BBC birti í gær og byggði á viðtölum við um tuttugu þessara hakkara. Þótt leikurinn sjálfur sé ókeypis hefur útgefandinn Epic halað inn milljarða á því að selja ýmsan varning innan leiksins sjálfs. Til að mynda svokölluð „skins“ sem breyta útliti karaktersins sem spilað er með. Þetta þýðir að aðgangur þeirra sem hafa keypt sér fleiri „skins“ er verðmætari en aðrir. Einn viðmælenda BBC sagði, í skjóli nafnleyndar, að hann hefði sjálfur sogast inn í þennan hakkaraheim eftir að aðgangi hans var stolið. Hann tjáði sig á Twitter um svekkelsið og fékk þá skilaboð. „Einhver sagði að ég gæti keypt stolinn aðgang á 25 penní. Ég sá strax að ég gæti selt aðganginn aftur á mun meiri pening og keypti hann því.“ Síðar setti hakkarateymi sig í samband við viðmælandann og sýndi honum hvernig ætti að finna stóra lista af stolnum og leknum notendanöfnum og lykilorðum og hvar væri hægt að kaupa nauðsynleg verkfæri til þess að hakka sig inn í aðganga. Með þessa þekkingu náði viðmælandinn svo að stela rúmlega þúsund aðgöngum á einum degi.
Birtist í Fréttablaðinu Leikjavísir Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira