Innlent

Hirðarnir myndu tísta um Jesúbarnið í dag

Sighvatur Jónsson skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir biskup prédikaði í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup prédikaði í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag. Vísir/Baldur
Biskup Íslands talaði í prédikun sinni um fjárhirðana sem leituðu uppi Jesúbarnið eftir fæðingu þess í Betlehem fyrir rúmum 2.000 árum. Hún segir að í dag myndu þeir eflaust nýta sér samfélagsmiðla til að boða fagnaðarerindið um fæðingu Krists.

Biskup sagði að allir geti verið fjölmiðlamenn og konur nú, og komið upplýsingum til almennings á örskotsstundu.

Hirðarnir hefðu ábyggilega sett myndir á instagram, tíst á twitter eða sagt frá á facebook ef það hefði verið til fyrir 2.000 árum um reynslu sína og ferðalag til Betlehem.

Fréttastofa setti saman hugmynd að tísti frá fjárhirðunum eins og það gæti litið út í dag.
Agnes M. Sigurðardóttir biskup segir það mikilvægt að fólki geri það sama og hirðarnir, leiti uppi barnið og sjái það. Barnið sem enn í dag er myndlíking fyrir allt hið góða í lífinu.

„Þeir sem líta barnið augum á einn eða annan hátt verða fyrir einhverjum áhrifum, sem eru góð áhrif, og fylgja þeim út í lífið,“ sagði Agnes í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×