Innlent

Skipt verður um alla þrjá spenna í tengivirki Írafossvirkjunar

Sighvatur Jónsson skrifar
Spennarnir þrír við tengivirki Írafossvirkjunar sem skipt verður um.
Spennarnir þrír við tengivirki Írafossvirkjunar sem skipt verður um. Landsnet
Eftir sprengingu í einum af þremur straumspennum í tengivirki Írafossvirkjunar hefur verið ákveðið að skipta um þá alla til að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Allir spennarnir eru frá 1959 en Írafossvirkjun var gangsett 1953. Nánari skoðun hefur leitt í ljós að skemmdir á tengivirkinu eru litlar.

Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets, segir að varahlutir í spennana séu til. Stefnt sé að því að ljúka viðgerð fyrir helgi. Hún segir mikilvægt að koma Ljósafosslínu 1 aftur í gagnið en rafmagn á Suðurlandi fer nú um varaleið vegna bilunarinnar í tengivirki við Írafossvirkjun.

Steinunn segir að engin hætta sé á ferðum en á meðan Ljósafosslína 1 er úti sé kerfið veikara en ella ef upp kemur bilun annars staðar á Suðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×