Nítján konur og börn dvöldu í Kvennaathvarfinu yfir jólin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 07:00 Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
„Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira