„Ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 27. desember 2018 12:13 Toyota Land Cruiser-bíllinn á sandinum fyrir neðan brúna. Aðkoma björgunarfólks var hrikaleg eins og hér má sjá. Hluti myndarinnar hefur verið máður út. adolf ingi Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman. Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson, leiðsögumaður, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang á slysstað við Núpsvötn í morgun ásamt tveimur lögreglumönnum segir aðkomuna hafa verið mjög ljóta. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Þrír þeirra létust í slysinu og þá slösuðust fjórir alvarlega. Í fyrstu tilkynningu lögreglu kom fram að fjórir hefðu látist. Enn á eftir að flytja tvo af vettvangi að sögn lögreglu og er reiknað með að því ljúki um klukkan 13. Þeir sem eru slasaðir eru töluvert mikið slasaðir en erfitt er að segja til um hvort þau séu í lífshættu. Adolf var í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar og var spurður út í aðstæður á slysstað. „Þær voru hryllilegar. Bíllinn var þarna í köku eftir að hafa flogið fram af brúnni og þegar ég kom að þá voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.“ Hann sagði að fyrstu viðbrögð hafi falist í því að reyna að átta sig á lífsmörkum á farþegum bílsins.Klippa: Aðstæður við Núpsvötn hryllilegarHá og löng brú byggð árið 1973 „Hverjir voru með meðvitund og hverjir ekki og hvort það væri hægt að ná einhverjum út úr bílnum sem voru fastir inni og eins að hlúa að þeim sem voru komnir út og láta þeim líða sem skást. En þetta var mjög ljót aðkoma,“ sagði Adolf. Aðspurður hvort það hafi verið mikil hálka á brúnni kvaðst hann ekki hafa orðið var við það. „Nei, ég varð ekki var við það allavega og ég á svolítið erfitt með að skilja hvernig þetta gat gerst.“Frá vettvangi slyssins í morgun en Neyðarlínu barst tilkynning um slysið klukkan 9:42.Adolf Ingi ErlingssonErlendir ferðamenn voru í bílnum, bílaleigubíl af gerðinni Toyota Land Cruiser. Sveinn Kristján Rúnarsson hjá lögreglunni á Suðurlandi sagði í hádegisfréttum RÚV að hann teldi að um breska ríkisborgara væri að ræða. Bíllinn fór út af á miðri brúnni sem er mjög há og löng. Stór hluti brúarinnar nær yfir sand og lenti bíllinn í áraurnum þegar hann fór fram af en ekki í sjálfri ánni. Brúin yfir Núpsvötn var byggð árið 1973. Hún er 420 metrar að lengd, einbreið með útskotum og næstlengsta brú landsins eftir að Skeiðarárbrú var tekin úr notkun árið 2017. Aðeins Borgarfjarðarbrú er lengri. Um átta metrar eru frá brúargólfi niður á sandinn fyrir neðan. Til stendur að skipta brúnni út á næstu árum fyrir styttri brú, líklega um hundrað metra langa, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Nokkuð hefur verið um slys á brúnni undanfarin ár, síðast síðastliðið sumar þegar fólksbíll og sendiferðabíll skullu saman.
Banaslys við Núpsvötn Tengdar fréttir Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17 Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19 Þrír látnir í slysinu við Núpsvötn Fjórir eru alvarlega slasaðir. 27. desember 2018 11:23 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Aðkoman á slysstað skelfileg Fjórir fullorðnir og þrjú börn voru í bílnum sem fór út af við brúna yfir Núpsvötn um klukkan 10 í morgun. 27. desember 2018 11:17
Alvarlegt umferðarslys á Skeiðarársandi Alvarlegt umferðarslys varð á Skeiðarársandi nú fyrir skömmu þegar sjö manna bíll fór út af Suðurlandsvegi við Núpsvatnabrú. 27. desember 2018 10:19