Innlent

Barn á meðal þeirra látnu

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan segir alla sem voru í bílnum frá Bretlandi.
Lögreglan segir alla sem voru í bílnum frá Bretlandi. Vísir/Egill
Þrír eru látnir og fjórir alvarlega slasaðir eftir að bíll fór út af brúnni yfir Núpsvötn á tíunda tímanum í morgun. Um var að ræða fjölskyldu sem var saman í Toyota Land Cruiser-bifreið sem fór í gegnum vegrið á brúnni og niður á áraurana neðan við brúna.

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir alla sem voru bílnum hafa verið breska ríkisborgara. Fjórir fullorðnir voru í bílnum og þrjú börn. Sveinn segir að vitað sé til þess að eitt barn hafi látist í slysinu.

Frá vettvangi slyssins.Aðgerðastjórn
Búið er að flytja alla slasaða af vettvangi með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Var flogið með þá á sjúkrahús í Reykjavík. Lögreglan er enn að störfum á vettvangi ásamt rannsóknarnefnd samgönguslysa. Búist er við að vinnu verði lokið á fjórða tímanum í dag en á meðan er lokað fyrir umferð yfir brúna og engin hjáleið í boði.

Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður var á meðal þeirra fyrstu á vettvang en hann segir aðkomuna hafa verið hryllilega. Þegar hann kom á vettvang voru fjórir farþegar komnir út úr bílnum og þrír fastir inni í honum.

Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út en önnur þeirra sótti slökkviliðsmenn á Selfoss sem höfðu klippur meðferðis til að losa fólk úr bílnum. 

Klippa: Þyrla lendir með hina slösuðu



Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×