Framsýn íhugar að skilja sig frá Starfsgreinasambandinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. desember 2018 22:19 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. Í tilkynningunni segir að á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung hafi komið í ljós mikil óánægja með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól. Þá hafi fundarmenn verið á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framsýn sendi þá frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Kjaramál Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Stéttarfélagið Framsýn hefur samþykkt að draga til baka samningsumboð Starfsgreinasambands Íslands fyrir sína hönd til baka, miði samningaviðræðum sambandsins við Samtök atvinnulífsins ekki áfram í byrjun næsta árs. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins sem barst fréttastofu nú í kvöld. Í tilkynningunni segir að á baráttufundi sem Framsýn boðaði til í dag með stjórn félagsins, trúnaðarráði, samninganefnd, trúnaðarmönnum og stjórn Framsýnar-ung hafi komið í ljós mikil óánægja með stöðu mála og að ekki hefði náðst samstaða innan aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands að vísa deilunni til ríkissáttasemjara fyrir jól. Þá hafi fundarmenn verið á einu máli um að veita formanni Framsýnar fullt umboð til að draga samningsumboðið til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Framsýn sendi þá frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna málsins:Framsýn stéttarfélag kallar eftir ábyrgð Samtaka atvinnulífsins vegna yfirstandandi kjaraviðræðna samtakanna og Starfsgreinasambands Íslands.Gegn vilja Framsýnar samþykkti meirihluti aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands að segja ekki upp kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins í febrúar 2018 þrátt fyrir að forsendur samninga væru brostnar.Á sama tíma lýstu Samtök atvinnulífsins því yfir að mikilvægt væri að hefja viðræður strax með það að markmiði að klára gerð kjarasamninga fyrir áramót. Því miður hafa samtökin ekki staðið við fyrri yfirlýsingar og lítill vilji virðist vera til þess að ganga frá kjarasamningi á nótum kröfugerðar Starfsgreinasambandsins sem byggir á sanngirni og opinberum viðmiðum varðandi framfærsluþörf einstaklinga.Ekki síst í ljósi þessa hafa þegar tvö af aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins dregið samningsumboðið til baka og vísað kjaradeilunni til ríkissáttasemjara. Það er skoðun Framsýnar að Starfsgreinasamband Íslands eigi að vísa deilunni þegar í stað til ríkissáttasemjara. Fyrir liggur að atvinnulífið sparar sér um 4 milljarða á mánuði meðan ekki er samið. Á sama tíma eru félagsmenn Starfsgreinasambandsins samningslausir og verða af launahækkunum 1. janúar 2019.Framsýn felur formanni að draga samningsumboð félagsins til baka frá Starfsgreinasambandi Íslands komist ekki skriður á kjaraviðræður í byrjun janúar eða Starfsgreinasambandið verði ekki þá þegar búið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.
Kjaramál Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira