„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. desember 2018 10:45 Ólafur Þór Ævarsson er geðlæknir hjá Streituskólanum. fréttablaðið/sigtryggur ari Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. Almennt er streita að aukast í samfélaginu en Ólafur, sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgu, segir ekki vitað hvers vegna það sé. „En hugmyndirnar eru að álagsþáttunum er að fjölga. Það er flóknara að lifa, það er tæknistreita og meiri harka og minni samkennd í samskiptum. Samfélagið er að breytast mikið. Það er lengra á milli okkar og fjölskyldur halda ekki eins vel saman. Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif,“ segir Ólafur. Sjúkleg streita er sjúkdómsgreining þar sem fólk er orðið mjög veikt af streitu. Ólafur segir það ekki mjög algengt þó sem betur fer. „En það fólk getur orðið mjög veikt, er með kvíða og depurð, og það er svona áhyggjuefni hjá okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu að sjá þennan hóp birtatst í okkar vinnu.“Að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið en það er munur á streitu og kulnun. „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Svo getur maður upplifað kulnun og þá er oft sagt kulnun í starfi. Það er í raun og veru lýsing á dálítið alvarlegri streitu sem maður losnar ekki svo auðveldlega við en getur samt losnað við með hvíld. Svo er talað um örmögnun sem er líka lýsing á sterkri kulnun og svo kemur þessi sjúklega streita, þetta eru svona stigin,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að það sé að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ því yfirleitt sé það svo að þegar fólki fer að líða ill af streitu þá er það vegna þess að það er of mikið í gangi, bæði í vinnu og heima við. „Það geta verið álagsþættir sem við tölum ekki um þannig en hafa samt áhrif á okkur eins og veikindi hjá börnunum eða samskiptaerfiðleikar. Samskipti eru mikill álagsþáttur og í samskiptunum felast margir álagsþættir og kjarni málsins er að við gleymum að hvíla okkur. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“Það er mikilvægt að sofa og hvílast vel.vísir/gettyStundum gantast með að það vanti reykpásurnar Ólafur segir að svefninn sé mikilvægasta hvíldin en það sé líka mikilvægt að hvílast á kvöldin, um helgar, í sumarfríinu en líka á daginn í vinnunni. „Að ná einhvers konar slökun og hvíld. Við göntumst stundum með það að það vanti orðið reykpásurnar því í reykpásunum þá fór fólk og slakaði á og spjallaði. Það er dálítið mikil keyrsla í atvinnulífinu í dag og ekki mikið um pásur. Það þarf að vera pása. Erlendis er fólk farið að stunda einhvers konar skipulagða slökun á vinnutíma inni í sérstökum slökunarherbergjum þannig að það er mikilvægt að huga að hvíldinni,“ segir Ólafur. Hann segir það algengt að fólk eigi erfitt með að viðurkenna að það ráði kannski ekki við streituna og að staðan sé mögulega orðin alvarleg. „Það er svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna. Það er mjög algengt.“ Þannig líti margir á streituna sem veikleikamerki og finnist ekki gott að tala um hana í samkeppninni sem ríkir á vinnumarkaði. „En þegar til kastanna kemur fara hagsmunir fyrirtækisins og starfsmannsins saman. Í mannauðnum er það mikilvægt bæði fyrir fyrirtækið og einstaklinginn að allt gangi vel,“ segir Ólafur.Jólin eru handan við hornið eins og jólaskreytingarnar í miðbæ Reykjavíkur bera með sér en það má ekki gleyma að hvíla sig í kringum jólin þó margir verði eflaust á þeytingi.vísir/vilhelmGervistreita í kringum jól Spurður sérstaklega út í álagstímann sem nú er að ganga í garð, jólin, segir hann: „Það köllum við gervistreitu. Það að ganga inn í jólin í öllu jólastressinu það er streita sem við búum okkur til sjálf í stað þess að hvílast.“ Ólafur segir að við ættum að hvílast um jólin og vera með fjölskyldunni. „En við ætlum okkur að að gera allt á þessum sjö dögum eða fjórum dögum eða hvað þetta er sem er vonlaust. Hvíldin gleymist því miður.“ Heilbrigðismál Jól Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Sjá meira
Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. Almennt er streita að aukast í samfélaginu en Ólafur, sem ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgu, segir ekki vitað hvers vegna það sé. „En hugmyndirnar eru að álagsþáttunum er að fjölga. Það er flóknara að lifa, það er tæknistreita og meiri harka og minni samkennd í samskiptum. Samfélagið er að breytast mikið. Það er lengra á milli okkar og fjölskyldur halda ekki eins vel saman. Það eru mjög margir þættir sem hafa áhrif,“ segir Ólafur. Sjúkleg streita er sjúkdómsgreining þar sem fólk er orðið mjög veikt af streitu. Ólafur segir það ekki mjög algengt þó sem betur fer. „En það fólk getur orðið mjög veikt, er með kvíða og depurð, og það er svona áhyggjuefni hjá okkur sem vinnum í heilbrigðiskerfinu að sjá þennan hóp birtatst í okkar vinnu.“Að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ Mikið hefur verið rætt um kulnun undanfarið en það er munur á streitu og kulnun. „Allir upplifa streitu og hún lagast ef maður hvílist. Svo getur maður upplifað kulnun og þá er oft sagt kulnun í starfi. Það er í raun og veru lýsing á dálítið alvarlegri streitu sem maður losnar ekki svo auðveldlega við en getur samt losnað við með hvíld. Svo er talað um örmögnun sem er líka lýsing á sterkri kulnun og svo kemur þessi sjúklega streita, þetta eru svona stigin,“ segir Ólafur. Hann bætir þó við að það sé að mörgu leyti ekki rétt að tala um „kulnun í starfi“ því yfirleitt sé það svo að þegar fólki fer að líða ill af streitu þá er það vegna þess að það er of mikið í gangi, bæði í vinnu og heima við. „Það geta verið álagsþættir sem við tölum ekki um þannig en hafa samt áhrif á okkur eins og veikindi hjá börnunum eða samskiptaerfiðleikar. Samskipti eru mikill álagsþáttur og í samskiptunum felast margir álagsþættir og kjarni málsins er að við gleymum að hvíla okkur. Hvíldin byggir upp heilann og styrkir okkur og ver okkur gegn álaginu.“Það er mikilvægt að sofa og hvílast vel.vísir/gettyStundum gantast með að það vanti reykpásurnar Ólafur segir að svefninn sé mikilvægasta hvíldin en það sé líka mikilvægt að hvílast á kvöldin, um helgar, í sumarfríinu en líka á daginn í vinnunni. „Að ná einhvers konar slökun og hvíld. Við göntumst stundum með það að það vanti orðið reykpásurnar því í reykpásunum þá fór fólk og slakaði á og spjallaði. Það er dálítið mikil keyrsla í atvinnulífinu í dag og ekki mikið um pásur. Það þarf að vera pása. Erlendis er fólk farið að stunda einhvers konar skipulagða slökun á vinnutíma inni í sérstökum slökunarherbergjum þannig að það er mikilvægt að huga að hvíldinni,“ segir Ólafur. Hann segir það algengt að fólk eigi erfitt með að viðurkenna að það ráði kannski ekki við streituna og að staðan sé mögulega orðin alvarleg. „Það er svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna. Það er mjög algengt.“ Þannig líti margir á streituna sem veikleikamerki og finnist ekki gott að tala um hana í samkeppninni sem ríkir á vinnumarkaði. „En þegar til kastanna kemur fara hagsmunir fyrirtækisins og starfsmannsins saman. Í mannauðnum er það mikilvægt bæði fyrir fyrirtækið og einstaklinginn að allt gangi vel,“ segir Ólafur.Jólin eru handan við hornið eins og jólaskreytingarnar í miðbæ Reykjavíkur bera með sér en það má ekki gleyma að hvíla sig í kringum jólin þó margir verði eflaust á þeytingi.vísir/vilhelmGervistreita í kringum jól Spurður sérstaklega út í álagstímann sem nú er að ganga í garð, jólin, segir hann: „Það köllum við gervistreitu. Það að ganga inn í jólin í öllu jólastressinu það er streita sem við búum okkur til sjálf í stað þess að hvílast.“ Ólafur segir að við ættum að hvílast um jólin og vera með fjölskyldunni. „En við ætlum okkur að að gera allt á þessum sjö dögum eða fjórum dögum eða hvað þetta er sem er vonlaust. Hvíldin gleymist því miður.“
Heilbrigðismál Jól Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Erlent Fleiri fréttir Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent