Innlent

Veggjöld í breyttri samgönguáætlun

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins og Jón Gunnarsson, starfandi formaður nefndarinnar.
Frá síðasta fundi umhverfis- og samgöngunefndar. Karl Gauti Hjaltason úr Flokki fólksins og Jón Gunnarsson, starfandi formaður nefndarinnar. Vísir/Friðrik Þór
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og áheyrnarfulltrúi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, gagnrýnir að veggjöldum sé troðið í gegnum þingið á síðustu dögum haustþings, eins og hann kemst að orði. Björn Leví spurði Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra út í breytingar í óundirbúnum fyrirspurnum á þinginu í dag.

Greindi Björn Leví frá því að það væri niðurstaða meirihlutans í umhverfis- og samgöngunefnd að koma á veggjöldum úti um allt land, meðal annars á stofnleiðum út úr höfuðborginni og jarðgöngum hér og þar. Þannig eigi að fjármagna og flýta ýmsum framkvæmdum og bæta nýjum við.

Sigurður Ingi sagði í svari sínu að ástæðuna mætti meðal annars rekja til aðgerðaráætlunar ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Það lægi ljóst fyrir að tekjur af bensín- og díselgjöldum fari hratt niður á næstu árum, séu 17-18 milljarðar króna í dag en lækki hratt á næstu árum. Verði mögulega níu milljarðar árið 2025. Þess vegna þurfi að grípa til veggjalda til að geta fjármagnað framkvæmdir á áætlun. 

Björn Leví kallaði eftir því að málið fengi þá meðferð sem það þyrfti í þinginu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×