Fótbolti

Ísland mætir Svíum og Kúveit í Katar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Erik Hamrén fer með strákana til Katara.
Erik Hamrén fer með strákana til Katara. vísir/getty

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fer til Katar í janúar og mætir þar Svíþjóð og Kúveit í vináttulandsleikjum. Þetta kemur fram á vef KSÍ.

Erik Hamrén, þjálfari íslenska landsliðsins, mætir þar sínum gömlu lærisveinum en hann stýrði sænska landsliðinu frá 2009-2016 og kom því á tvö stórmót.

Leikurinn gegn Svíþjóð verður 11. janúar en leikið verður gegn Kúveit fjórum dögum síðar. Um er að ræða leiki utan alþjóðlegra leikdaga og fá því leikmenn sem spila á Norðurlöndum frekari tækifæri eins og alltaf í þessum janúarverkefnum.

Mikið og gott samband ríkir á milli Íslands og Katar en strákarnir fóru þangað í janúar 2016 og aftur í lok árs 2017 en nú starfar fyrrverandi landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson í Katar.

Í fyrra fór íslenska landsliðið til Indónesíu og spilaði þar tvo vináttulandsleiki á sama tíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.