Erfitt að minnka mengun vegna sprengiefnasölu hjálparsveita Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. desember 2018 06:30 Í mörg horn er að líta á gamlárskvöldi í Kópavogi. Fréttablaðið/Vilhelm Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt brennustæði á gamlárskvöld í Gulaþingi og í Smárahvammi. Við það tilefni rifjaði Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, upp að mengunarmælingar í Dalsmára hefðu leitt í ljós Evrópumet í svifryki um síðustu áramót. Vitnar Sigurbjörg þar til skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði Kópavogs um miðjan september síðastliðinn þar sem vísað var til þeirrar niðurstöðu háskólaprófessora að líklega hefði klukkustundargildi svifryksmengunar á brennustaðnum við Dalsmára verið það hæsta sem mælst hefði í Evrópu. Lagt var til að fundinn yrði nýr staður fyrir brennu og flugeldasýningu sem ekki væri í dalverpum og í nálægð við íbúabyggð. „Það er óskynsamlegt að safna fólki saman við slíkar aðstæður og því er mikilvægt að finna brennunni nýjan stað, ef ekki þessi áramót þá í það minnsta þau næstu,“ bókaði Sigurbjörg. „Svifryk getur borist í blóðstraum og lungu fólks, og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir því.“ Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, bókaði þá að halda þyrfti því til haga að Evrópumetið hefði verið sett í kringum miðnætti en ekki á þeim tíma sem brennan er haldin. „Hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að flugeldum sé skotið upp á þessum tímamótum nema með inngripi stjórnvalda og þess áhrifaþáttar að björgunarsveitir þurfa enn að fjármagna sig með sölu á mengandi sprengiefni,“ segir í bókun Karenar. Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33 Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt brennustæði á gamlárskvöld í Gulaþingi og í Smárahvammi. Við það tilefni rifjaði Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata, upp að mengunarmælingar í Dalsmára hefðu leitt í ljós Evrópumet í svifryki um síðustu áramót. Vitnar Sigurbjörg þar til skýrslu sem lögð var fram í bæjarráði Kópavogs um miðjan september síðastliðinn þar sem vísað var til þeirrar niðurstöðu háskólaprófessora að líklega hefði klukkustundargildi svifryksmengunar á brennustaðnum við Dalsmára verið það hæsta sem mælst hefði í Evrópu. Lagt var til að fundinn yrði nýr staður fyrir brennu og flugeldasýningu sem ekki væri í dalverpum og í nálægð við íbúabyggð. „Það er óskynsamlegt að safna fólki saman við slíkar aðstæður og því er mikilvægt að finna brennunni nýjan stað, ef ekki þessi áramót þá í það minnsta þau næstu,“ bókaði Sigurbjörg. „Svifryk getur borist í blóðstraum og lungu fólks, og börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir því.“ Karen Elísabet Halldórsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, bókaði þá að halda þyrfti því til haga að Evrópumetið hefði verið sett í kringum miðnætti en ekki á þeim tíma sem brennan er haldin. „Hins vegar er erfitt að sjá hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að flugeldum sé skotið upp á þessum tímamótum nema með inngripi stjórnvalda og þess áhrifaþáttar að björgunarsveitir þurfa enn að fjármagna sig með sölu á mengandi sprengiefni,“ segir í bókun Karenar.
Birtist í Fréttablaðinu Kópavogur Umhverfismál Tengdar fréttir Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00 Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33 Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Sjá meira
Margir vilja banna flugelda Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að settar verði strangari reglur um notkun flugelda. 20. september 2018 07:00
Loftmengun í hæstu hæðum í aðdraganda flugeldahátíðar Mengunin er þegar talin hættuleg en búist er við því að hún aukist þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum í tilefni af ljósahátíð hindúa. 5. nóvember 2018 08:33
Segja brennu og rakettur stressa hross og vilja nýja staðsetningu Erna Arnardóttir, ritari stjórnar Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, óskar eftir því fyrir hönd félagsins í bréfi til bæjaryfirvalda að árlegri þrettándabrennu og flugeldasýningu verði fundinn nýr staður. 19. október 2018 07:00