Herbert leitar sonar síns í heimi fíkniefna Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2018 07:00 Herbert Guðmundsson, tónlistarmaður. Vísir/STEFÁN Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00
Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30