Herbert leitar sonar síns í heimi fíkniefna Sveinn Arnarsson skrifar 14. desember 2018 07:00 Herbert Guðmundsson, tónlistarmaður. Vísir/STEFÁN Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur ekki heyrt frá syni sínum í nokkurn tíma. „Er búinn undir það versta,“ segir hann og kallar á hjálp. Hann segir langa biðlista í meðferð ekki hjálpa fíknisjúklingum sem sjá litla von um bata. „Ég á von á öllu og er búinn undir það versta,“ segir Herbert Guðmundsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, en hann leitar nú að syni sínum sem hann hefur ekki heyrt í um nokkurra vikna skeið. „Staðan er bara ömurleg og þetta er afar erfitt. Hins vegar er gott að hafa sjálfur reynsluna af þessari baráttu og vita að það sé hægt að sigrast á þessu.“ Herbert segir son sinn hafa villst af vegi og hann sé núna að kljást við erfiðan fíknisjúkdóm. Hann hafi hins vegar ekki heyrt í honum lengi og hafi í raun ákveðið að opna á þetta á Facebook í gær. „Ég ákvað að setja mynd á Facebook og vona að hann sjái það og sjái þá ást sem er skrifuð undir myndina. Ég er í raun bara að öskra á hjálp með þessari færslu.“Biðlistar á Vogi eru langir.Biðlistinn inn á Vog er langur og segir Herbert það afar leitt að sjá svona langa biðlista fyrir fíknisjúklinga. „Hann var búinn að standa sig rosalega vel en þetta er ömurlegur sjúkdómur. Hann átti pláss á Vogi fyrir um hálfum mánuði en mætti ekki. Þá er þetta orðið alvarlegt. Ég var búinn að heyra í honum þar á undan aðeins og þá var hann tilbúinn til að berjast og fá hjálp,“ segir Herbert. „Það er í raun skammarlegt hvað það eru langir biðlistar inn á Vog. Við ættum að geta hjálpað betur okkar veikasta fólki.“ Herbert hefur í gegnum tíðina háð marga baráttuna að eigin sögn og segir vandamálin vera eldivið framfara. „Nú hefur hann líklega tapað símanum eða selt hann í fíkniefnaskuld þannig að ég heyri ekkert í honum. En menn geta komið til baka og það er von,“ bætir Herbert við. „Ef maður hefði ekki bænina og hugleiðsluna væri maður illa staddur. Það eina sem maður getur gert núna er að biðja fyrir stráknum og mæta sjálfur á tólf spora fundi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Viðtal Tengdar fréttir Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00 Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Sjá meira
Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Verið er að leggja lokahönd á mynd um tónlistarmanninn Herbert Guðmundsson. Almenningur getur hjálpað við að klára myndina. 15. febrúar 2016 08:00
Hebbi gerir það sem hann þekkir best og dregur fram reykvélina Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson mun gefa út plötuna Starbright fyrir jólin og er um að ræða plötun í anda áttunda áratugarins eins og Hebbi þekkir svo vel. 13. nóvember 2017 11:30