Heimildarmyndin um Hebba á lokametrunum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. febrúar 2016 08:00 Friðrik Grétarsson og Ómar Örn Sverrisson eru hér hressir með Herberti Guðmundssyni en þeir hafa fylgt honum eftir með myndavél að vopni í fimm ár. vísir/ernir Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á gerð heimildarmyndarinnar Can't Walk Away, þar sem fjallað er um tónlistarmanninn og sölumanninn ástsæla Herbert Guðmundsson. Í myndinni er farið yfir víðan völl og hafa þeir Ómar Örn Sverrisson og Friðrik Grétarsson, sem vinna myndina, fylgt Herberti eftir undanfarin fimm ár með myndavél að vopni. „Við erum búnir að elta hann meira og minna í fimm ár. Þetta hefur verið mjög áhugavert og litríkt enda Herbert litríkur karakter,“ segir Ómar Örn. „Þeir eru búnir að elta mig í gigg hingað og þangað, einkapartí í heimahúsum, böll, í gymmið, á opinbera staði og svo erum við búnir að fara upp á RÚV og höfum fengið þar fullt af efni sem verður notað,“ bætir Herbert við léttur í lund. „Við höfum myndað hans daglega líf og höfum verið að elta hann alveg frá því hann vaknar á morgnana og þangað til hann fer að sofa nánast,“ segir Friðrik.Friðrik og Ómar hafa fylgt Hebba frá morgni til kvölds.mynd/skjáskot úr heimildarmyndEins og flestir vita er sjaldan lognmolla í kringum Herbert enda maðurinn þekktur fyrir að vera mikill gleðigjafi. Myndin sýnir þó ekki bara gleðistundirnar því í henni er einnig að finna erfið augnablik. Varpað verður ljósi á líf og drauma, sigra og ósigra Herberts. Hann hefur til dæmis orðið gjaldþrota, á að baki brotin hjónabönd, fíkniefnavanda, atvinnuleysi og einelti en hann hefur aldrei misst móðinn. „Myndin verður opinská og hreinskilin, það verður sagt frá öllu. Það koma móment þarna sem eru erfið, bæði ófarir og gaman,“ segir Herbert. „Þetta er í raun ferðasaga hans, þar sem við fylgjum honum í nútímanum og svo flassbakk aftur í tímann. Mér fannst á köflum erfitt að taka upp sumar senurnar, þær sem mér fannst erfitt að horfa upp á,“ bætir Friðrik við. En komu aldrei upp vandræðaleg augnablik á þessum tíma sem myndavélarnar voru á okkar manni? „Jújú, það koma alveg upp vandræðaleg móment, ég meina, lífið getur alveg verið vandræðalegt,“ segir Herbert. „Okkur var til dæmis hent út af árshátíð hjá einhverjum banka í Hörpu, það komu öryggisverðir og hentu okkur út. Við máttum ekki taka upp þar inni,“ bætir Ómar við.Herbert hefur komið víða við á sínum langa ferli.mynd/skjáskot úr heimildarmyndHugmyndin á bak við heimildarmyndina kemur frá þeim þremur í sameiningu en þó má rekja grunnhugmyndina til ársins 2010, þegar Friðrik bjó til tónlistarmyndband fyrir Herbert við lagið Time. „Við fórum eitthvað að ræða þetta þegar við gerðum myndbandið við lagið Time. Þetta vatt svo upp á sig og í framhaldinu fórum við Ómar að búa til handrit að myndinni,“ segir Friðrik. „Svo má eiginlega segja að þetta hafi spilast af sjálfu sér. Það er engin pressa á okkur, það eru engin peningaöfl á bak við okkur þannig að þetta hefur verið nokkuð þægilegt, þannig séð,“ bætir Ómar við. Þeir fengu ekki styrk úr Kvikmyndasjóði og hafa því ákveðið að hefja söfnun á síðunni Karolina Fund, þar sem fólk getur lagt hönd á plóg svo þeir félagar geti fullklárað myndina. „Við byrjuðum nánast á vitlausum enda, og byrjuðum bara á bjartsýninni og gleðinni. Þetta hefur bara undið upp á sig, við vorum ekki búnir að hugsa þetta svona stórt í byrjun,“ segir Friðrik. Fólk getur orðið að meðframleiðanda í opnunarkrediti myndarinnar ef það leggur söfnuninni lið með ákveðinni upphæð og þá eru miðar á myndina sem og ýmislegt annað í boði fyrir þá sem leggja hönd á plóg. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi síðar á árinu. Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á gerð heimildarmyndarinnar Can't Walk Away, þar sem fjallað er um tónlistarmanninn og sölumanninn ástsæla Herbert Guðmundsson. Í myndinni er farið yfir víðan völl og hafa þeir Ómar Örn Sverrisson og Friðrik Grétarsson, sem vinna myndina, fylgt Herberti eftir undanfarin fimm ár með myndavél að vopni. „Við erum búnir að elta hann meira og minna í fimm ár. Þetta hefur verið mjög áhugavert og litríkt enda Herbert litríkur karakter,“ segir Ómar Örn. „Þeir eru búnir að elta mig í gigg hingað og þangað, einkapartí í heimahúsum, böll, í gymmið, á opinbera staði og svo erum við búnir að fara upp á RÚV og höfum fengið þar fullt af efni sem verður notað,“ bætir Herbert við léttur í lund. „Við höfum myndað hans daglega líf og höfum verið að elta hann alveg frá því hann vaknar á morgnana og þangað til hann fer að sofa nánast,“ segir Friðrik.Friðrik og Ómar hafa fylgt Hebba frá morgni til kvölds.mynd/skjáskot úr heimildarmyndEins og flestir vita er sjaldan lognmolla í kringum Herbert enda maðurinn þekktur fyrir að vera mikill gleðigjafi. Myndin sýnir þó ekki bara gleðistundirnar því í henni er einnig að finna erfið augnablik. Varpað verður ljósi á líf og drauma, sigra og ósigra Herberts. Hann hefur til dæmis orðið gjaldþrota, á að baki brotin hjónabönd, fíkniefnavanda, atvinnuleysi og einelti en hann hefur aldrei misst móðinn. „Myndin verður opinská og hreinskilin, það verður sagt frá öllu. Það koma móment þarna sem eru erfið, bæði ófarir og gaman,“ segir Herbert. „Þetta er í raun ferðasaga hans, þar sem við fylgjum honum í nútímanum og svo flassbakk aftur í tímann. Mér fannst á köflum erfitt að taka upp sumar senurnar, þær sem mér fannst erfitt að horfa upp á,“ bætir Friðrik við. En komu aldrei upp vandræðaleg augnablik á þessum tíma sem myndavélarnar voru á okkar manni? „Jújú, það koma alveg upp vandræðaleg móment, ég meina, lífið getur alveg verið vandræðalegt,“ segir Herbert. „Okkur var til dæmis hent út af árshátíð hjá einhverjum banka í Hörpu, það komu öryggisverðir og hentu okkur út. Við máttum ekki taka upp þar inni,“ bætir Ómar við.Herbert hefur komið víða við á sínum langa ferli.mynd/skjáskot úr heimildarmyndHugmyndin á bak við heimildarmyndina kemur frá þeim þremur í sameiningu en þó má rekja grunnhugmyndina til ársins 2010, þegar Friðrik bjó til tónlistarmyndband fyrir Herbert við lagið Time. „Við fórum eitthvað að ræða þetta þegar við gerðum myndbandið við lagið Time. Þetta vatt svo upp á sig og í framhaldinu fórum við Ómar að búa til handrit að myndinni,“ segir Friðrik. „Svo má eiginlega segja að þetta hafi spilast af sjálfu sér. Það er engin pressa á okkur, það eru engin peningaöfl á bak við okkur þannig að þetta hefur verið nokkuð þægilegt, þannig séð,“ bætir Ómar við. Þeir fengu ekki styrk úr Kvikmyndasjóði og hafa því ákveðið að hefja söfnun á síðunni Karolina Fund, þar sem fólk getur lagt hönd á plóg svo þeir félagar geti fullklárað myndina. „Við byrjuðum nánast á vitlausum enda, og byrjuðum bara á bjartsýninni og gleðinni. Þetta hefur bara undið upp á sig, við vorum ekki búnir að hugsa þetta svona stórt í byrjun,“ segir Friðrik. Fólk getur orðið að meðframleiðanda í opnunarkrediti myndarinnar ef það leggur söfnuninni lið með ákveðinni upphæð og þá eru miðar á myndina sem og ýmislegt annað í boði fyrir þá sem leggja hönd á plóg. Gert er ráð fyrir að myndin verði frumsýnd í kvikmyndahúsum hér á landi síðar á árinu.
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira