Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Sólveig Anna segir enga ástæðu til að bíða með að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ. Hann segir það liggja fyrir að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar sá gildandi rennur út um áramót. „Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“ Af 18 formönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vildu sjö vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en ellefu vildu bíða og taka stöðuna eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr verkalýðshreyfingunni er kominn talsverður brestur í samstöðuna innan SGS en umrædd ákvörðun var tekin fundi á föstudaginn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, var ein þeirra sem vildu vísa málinu strax til ríkissáttasemjara. Heimildarmenn blaðsins búast við því að ákvörðun verði tekin á næstu dögum um næstu skref Eflingar í kjaraviðræðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-Iðju á Akureyri, segir það ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir og menn ræði sig venjulega út úr því. „Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“ Hann segist reikna með því að fundað verði með samninganefnd SA á fimmtudaginn. „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um þá ákvörðun formannafundar Starfsgreinasambandsins að vísa kjaraviðræðum ekki til ríkissáttasemjara fyrir jól. Á formannafundinum sem haldinn var á föstudaginn vildu formenn sjö félaga vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en formenn ellefu félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Hafa formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins jafnan atkvæðisrétt óháð stærð félaganna. Efling er langstærsta aðildarfélagið með um 27 þúsund félagsmenn en heildarfjöldinn í öllum félögum Starfsgreinasambandsins er um 57 þúsund. Sólveig Anna segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bíða með að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins hafi búist við að launaliðurinn yrði loksins ræddur. „Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara.“ Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót og því ljóst að afar lítill tími er til stefnu eigi aðilar að ná saman án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
„Eins og ég sé þetta er staðan þannig að stundaglasið er orðið tómt. Kjarasamningar eru bara að renna út. Það er ákall frá hinum almenna félagsmanni um að það verði tekin upp öguð og vönduð vinnubrögð sem eru fólgin í því að nýr kjarasamningur taki við af þeim gamla,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og fyrsti varaforseti ASÍ. Hann segir það liggja fyrir að nýr samningur muni ekki liggja fyrir þegar sá gildandi rennur út um áramót. „Það þyrfti allavega algjört kraftaverk til þess. Það liggur fyrir að við höfum ekki fengið að sjá á nein spil SA um hvað er í boði svo ég tali nú ekki um skeytingarleysi stjórnvalda. Við hefðum viljað vísa þessari deilu til ríkissáttasemjara til að koma þessu í eitthvert ferli.“ Af 18 formönnum aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins (SGS) vildu sjö vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en ellefu vildu bíða og taka stöðuna eftir áramót. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins úr verkalýðshreyfingunni er kominn talsverður brestur í samstöðuna innan SGS en umrædd ákvörðun var tekin fundi á föstudaginn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sem er langstærsta aðildarfélag SGS, var ein þeirra sem vildu vísa málinu strax til ríkissáttasemjara. Heimildarmenn blaðsins búast við því að ákvörðun verði tekin á næstu dögum um næstu skref Eflingar í kjaraviðræðunum. Björn Snæbjörnsson, formaður SGS og Einingar-Iðju á Akureyri, segir það ekkert nýtt að það séu skiptar skoðanir og menn ræði sig venjulega út úr því. „Menn fóru bara í félögin og hittu sínar samninganefndir og þar eru bara mismunandi skoðanir um hvort það eigi að vísa strax eða ekki. Við formennirnir förum bara eftir því sem okkar samninganefndir segja. Mín samninganefnd vildi sjá til.“ Hann segist reikna með því að fundað verði með samninganefnd SA á fimmtudaginn. „Ég er ekki sátt við þessa niðurstöðu og tel hana ranga. Að mínu mati hefðum við átt að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um þá ákvörðun formannafundar Starfsgreinasambandsins að vísa kjaraviðræðum ekki til ríkissáttasemjara fyrir jól. Á formannafundinum sem haldinn var á föstudaginn vildu formenn sjö félaga vísa málinu strax til ríkissáttasemjara en formenn ellefu félaga vildu bíða með það fram yfir áramót. Hafa formenn aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins jafnan atkvæðisrétt óháð stærð félaganna. Efling er langstærsta aðildarfélagið með um 27 þúsund félagsmenn en heildarfjöldinn í öllum félögum Starfsgreinasambandsins er um 57 þúsund. Sólveig Anna segist ekki sjá neina ástæðu til þess að bíða með að vísa málinu til ríkissáttasemjara. Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram hugmyndir um grundvallarbreytingar á íslenskum vinnumarkaði á fundi þar sem samninganefnd Starfsgreinasambandsins hafi búist við að launaliðurinn yrði loksins ræddur. „Þá kom í ljós að til þess að við gætum farið að ræða launaliðinn áttum við fyrst að fara í gegnum hugmyndir um miklar breytingar á allri vinnutímatilhögun á Íslandi. Mér finnst það fráleitur staður til að vera á og af þeim sökum taldi ég langeðlilegast að vísa málinu strax til ríkissáttasemjara.“ Kjarasamningar á almennum markaði renna út um áramót og því ljóst að afar lítill tími er til stefnu eigi aðilar að ná saman án aðkomu ríkissáttasemjara. „Ég er mjög ósátt við þessa uppstillingu, að til þess að við getum fengið svör hjá okkar viðsemjendum um launaliðinn, um hvað sé í boði og hvaða augum þeir líti þessa kröfu okkar um 425 þúsund króna lágmarkslaun við lok samningstímans, þurfum við fyrst að ræða um mikla útvíkkun á dagvinnutíma og breytingar á því hvernig greitt er fyrir yfirvinnu. Mér finnst það ekki eðlilegt og til marks um það að það sé mikill munur á milli þeirra hugmynda sem eru í gangi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki fari að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa henni til ríkissáttasemjara. 17. desember 2018 18:34
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent