Þrír handteknir eftir morð á tveimur norrænum nemum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 19. desember 2018 06:30 Frá vettvangi í grennd við Imlil í Atlasfjöllunum. AP/Marrakechalaan Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó. Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Þrír voru handteknir í Marokkó í gær í tengslum við rannsókn lögreglu á morðum á tveimur norrænum háskólanemum, hinni norsku Maren Ueland og hinni dönsku Louisa Vesterager Jespersen. Ríkissjónvarpsstöðin 2M greindi frá seinni tveimur handtökunum. Áður hafði marokkóska innanríkisráðuneytið greint frá því að einn hefði verið handtekinn í Marrakech. Norska lögreglan var í gær á leið til Marokkó til þess að aðstoða kollega sína í ríkinu við rannsókn á málinu. Þær Ueland og Jespersen, 28 og 24 ára, voru saman á bakpokaferðalagi um landið og höfðu tjaldað í hlíðum Toubkal-fjalls í Atlasfjöllum suður af Marrakech. Þar lauk ferðalaginu en þær fundust látnar í hlíðum fjallsins á mánudaginn. Samkvæmt norskum miðlum voru þær einar á ferð og fundust með skurð á hálsi. Talið er nær fullvíst að um morð hafi verið að ræða. Samkvæmt umfjöllun Verdens Gang (VG) fer BCIJ, alríkislögreglan í Marokkó, með rannsókn málsins. Segir miðillinn að það bendi til þess að málið gæti tengst þjóðaröryggi, öfgasamtökum eða hryðjuverkum. Sjónarvottar hafa sagt lögreglu frá því að þeir hafi séð hina grunuðu yfirgefa vettvang glæpsins um klukkan þrjú þá nótt sem konurnar fundust. Heimildarmaður VG sagði að lögreglu grunaði fjóra menn, búsetta í nágrenni morðvettvangsins, um að hafa staðið að morðunum. Allir hinir grunuðu eru marokkóskir karlmenn. Sá sem var fyrst handtekinn er eins og áður segir frá Marrakech en hinir grunuðu eru frá hafnarborginni Safi. „Rannsóknin mun meðal annars leiða í ljós hvort skipulögð glæpasamtök hafi myrt þær og hvort morðið hafi verið skipulagt. Rannsakendur munu leitast við að útskýra ástæðu glæpsins og smáatriðin,“ var haft eftir heimildarmanninum. Hann vildi þó ekki segja hvort hinir handteknu hefðu áður komist í kast við lögin. Danska ríkisútvarpið, DR, greindi svo frá því að danska utanríkisráðuneytið varaði sérstaklega við því að ferðamenn væru einir á ferð í Marokkó.
Afríka Birtist í Fréttablaðinu Marokkó-morðin Norðurlönd Noregur Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira