„Hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2018 20:00 Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund. Mest lesið Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund.
Mest lesið Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira