„Hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. desember 2018 20:00 Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund. Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira
Kona sem sagði upp prófessorstöðu við Háskóla Íslands í dag vegna meintar áreitni yfirmanns telur rektor hafa brugðist sér. Hún hafi engin viðbrögð fengið eftir að hafa lagt fram margs konar gögn sem hún telur hafa sannað mál sitt. Yfirmaður hennar vísar ásökunum á bug. Sigrún Helga Lund sagði upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands í opinberri færslu á Facebook í morgun. Þar sakar hún yfirmann sinn um einelti og kynferðislega áreitni. „Í raun og veru er þetta mál bara enn ein klisjan. Þetta er bara klassíska dæmið um óeðlileg kynferðisleg samskipti, það er rosalega mikið um einelti og andlegt ofbeldi," segir Sigrún Helga Lund. Hún segist fyrst hafa kvartað undan framkomunni sumarið 2016. Ekki hafi verið brugðist við því og þegar ástandið versnaði svaraði hún fyrir sig og löðrungaði yfirmanninn. Þegar hún átti að sæta áminningu leitaði hún til lögfræðings sem kærði málið til siðanefndar. Þar segist hún hafa lagt fram ýmis gögn. „Tölvupóstar, Facebook-skilaboð, ljósmyndir og þess háttar. Í raun og veru heil mappa af mjög erfiðum samskiptum," segir Sigrún.Sigurður Yngvi Kristinssonháskóli íslands/kristinn ingvarssonSigurður Yngvi Kristinsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, steig fram í dag og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar ásökunum Sigrúnar. Hann baðst undan viðtali en í yfirlýsingu segir hann erfiðleika hafa komið upp í samstarfinu. Hann hafi þá vikið henni úr rannsóknarhóp sínum og því hafi hún ráðist á hann. Úrskurðir siðanefndar eru ekki birtir opinberlega en Sigurður birtir lokaorð úrskurðarins í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að hann hafi að hluta gerst brotlegur við tvær greinar. Annars vegar að starfsfólk eigi að sýna virðingu í samskiptum og forðast að láta persónuleg tengsl hafa áhrif á samvinnu. Þá gerðist hann brotlegur við jafnræðisákvæði sem tekur á einelti og mismunun. Brotið sé þó ekki talið alvarlegt. Sigrún telur rektor hafa brugðist sér og sýnt andvaraleysi í málinu. Á sama tíma og hún hafi engin viðbrögð fengið hafi rektor rætt opinberlega um jafnréttismál í tilefni metoo-umræðunnar. Í yfirlýsingu frá Háskóla Íslands vegna málsins segir að rektor geti ekki tjáð sig efnislega en að háskólinn hafi undanfarið lagt áherslu á ða bæta alla ferla. Áreitni verði ekki liðin innan skólans. „Það vilja allir skreyta sig með þessu. Það vilja allir þykjast vera frábærir og vera með einhverjar stefnur á blaði og annað. En svo að taka raunverulega á því veit ég ekki með. Ég hef heyrt orðrétt haft eftir honum að þetta mál sé ofboðslega erfitt fyrir hann. Ég sagði bara; Já, hvernig heldurðu að það sé fyrir mig?" segir Sigrún Helga Lund.
Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Fleiri fréttir Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Sjá meira