Börðust skipulega, ötullega og faglega Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. desember 2018 07:00 "Það var ekkert hlustað á konurnar,“ segir Sigríður um aðdraganda Alþingishátíðarinnar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Við áttum okkur kannski ekki á því í dag hversu kvenréttindabaráttan var hörð, skipulögð og markviss á þriðja áratug síðustu aldar,“ segir Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur þegar ég bið hana að lýsa í fáum orðum því sem hún ber fram á málþingi Vísindafélagsins sem haldið er á Kjarvalsstöðum í dag og hefst klukkan 13. „Kvennahreyfingin var sterkt afl á þessum tíma,“ lýsir hún. „Áberandi þar voru meðal annarra Ingibjörg H. Bjarnason, fyrsta íslenska alþingiskonan, og Inga Lára Lárusdóttir sem gaf út tímaritið 19. júní. Á fyrsta útgáfuárinu 1917 fagnar Inga Lára því að kosningaréttur kvenna sé fenginn og telur að konur muni brátt starfa á öllum sviðum þjóðfélagsins. En 1929 hættir hún að gefa út blaðið og þá er bjartsýnin horfin, þar skrifar hún að í síbreytilegum heimi virðist konan vera það eina sem eigi að standa grafkyrrt.“ Sigríður segir stöðu kvenna á fyrstu áratugum síðustu aldar kristallast í baráttu þeirra um að komast í Alþingshátíðarnefnd. „Sú barátta skilaði engu. Þó börðust þær skipulega, ötullega og faglega,“ segir hún. „Landsfundur kvenna á Akureyri 1926 skoraði á þing og stjórn að skipa konur, jafnt körlum, í nefndina. Almennur kvennafundur í Reykjavík var með svipaða áskorun og Ingibjörg H. Bjarnason bar þetta upp á Alþingi, ásamt öðru og segir það ekki sanngjarnt að einungis karlar setji svip sinn á hátíðahöldin. Það var bókstaflega ekkert hlustað á konurnar. Þetta tengist, að mínu mati, sterkum þráðum milli þjóðernishugmynda og karlmennsku.“ Alþingishátíðin var stór viðburður, bendir Sigríður á. „Hátíðin átti að bera vitni um að við værum menningarþjóð og skipti að því leyti miklu máli í sjálfstæðisbaráttunni. Hún var mikið umræðuefni í íslensku þjóðlífi árin á undan. Henni er stillt upp sem hátíð fyrir alla en karlarnir einokuðu pallana. Þetta er dæmigert fyrir hvernig kvennahreyfingin þróaðist á þessum tíma. Konum var markvisst haldið utan hins opinbera sviðs. Allt var stílað á móðureðli, umönnun, heimilishald og húsmæðrafræðslu. Þar var ríkisstjórnin í fararbroddi og ákveðinn hópur kvenna. Konur fóru að beita sér í líknarmálum en stjórnmálabaráttan rann svolítið út í sandinn. Hógvær skoðun Ingibjargar H. og hennar skoðanasystra var þó sú að konur gætu bæði verið mæður og líka verið á hinu opinbera sviði. Þær „þrífist ekki bara undir askloki því sem kallað er að gæta bús og barna“, eins og hún orðaði það á Alþingi þegar hún lenti í deilum við Jónas frá Hriflu og fleiri herra.“ Aðrir málshefjendur: Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur), rannsóknarprófessor við LHÍ, Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í stjórnmálafræði við HÍ, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira