Formaður Dómarafélagsins vonsvikinn með krónutöluna en fagnar frumvarpinu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. desember 2018 06:00 Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður Dómarafélags Íslands FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Formaður Dómarafélags Íslands (DÍ) lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. Hún fagnar hins vegar þeim fyrirsjáanleika og gagnsæi sem í frumvarpinu felst. Frumvarpið var birt á vef Alþingis í gær. Í því felst að laun ákveðinna embættismanna og hópa, til að mynda þingmanna, saksóknara og dómara, verða ákveðin með fastri krónutölufjárhæð í lögum. Sú tekur breytingum einu sinni á ári í samræmi við breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næsta almanaksár. Í tilfelli dómara er hin fasta krónutala sú sama og kjararáð ákvað. Landsréttardómarar og varaforseti Hæstaréttar fengu launaákvörðun árið 2017 en um aðra dómara gildir ákvörðun frá árinu 2015 auk almennrar hækkunar frá 2016. Líklegt er að lögin verði samþykkt fyrir áramót og fyrsta breyting samkvæmt þeim verði 1. júlí á næsta ári. Það þýðir því að laun flestra dómara landsins munu engum breytingum taka í þrjú ár. „Við höfum í raun beðið eftir því að lögum væri fylgt. Þegar lögunum um kjararáð var breytt árið 2016 kom inn skýrt ákvæði um að laun yrðu endurskoðuð minnst einu sinni á ári en engin ný ákvörðun var tekin og erindum okkar ekki svarað,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður DÍ. Formaðurinn segir það vel að breytingar á launum dómara verði fyrirsjáanlegar. Hins vegar sé þungt hljóð í mörgum dómurum þar sem laun þeirra hafi engum breytingum tekið í mörg ár. Hún telur líklegt að stjórn DÍ muni funda vegna efnis frumvarpsins. „Það hefur verið frysting á launum í mörg ár og sú staðreynd kallar á að við endurskoðun fyrirkomulagsins verði tekið tillit til þess,“ segir Ingibjörg. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Kjararáð Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Formaður Dómarafélags Íslands (DÍ) lýsir yfir vonbrigðum með krónutöluna sem dómurum er ákveðin í frumvarpi um nýtt launafyrirkomulag embættismanna sem áður heyrðu undir kjararáð. Hún fagnar hins vegar þeim fyrirsjáanleika og gagnsæi sem í frumvarpinu felst. Frumvarpið var birt á vef Alþingis í gær. Í því felst að laun ákveðinna embættismanna og hópa, til að mynda þingmanna, saksóknara og dómara, verða ákveðin með fastri krónutölufjárhæð í lögum. Sú tekur breytingum einu sinni á ári í samræmi við breytingu á meðaltali reglulegra launa starfsmanna ríkisins fyrir næsta almanaksár. Í tilfelli dómara er hin fasta krónutala sú sama og kjararáð ákvað. Landsréttardómarar og varaforseti Hæstaréttar fengu launaákvörðun árið 2017 en um aðra dómara gildir ákvörðun frá árinu 2015 auk almennrar hækkunar frá 2016. Líklegt er að lögin verði samþykkt fyrir áramót og fyrsta breyting samkvæmt þeim verði 1. júlí á næsta ári. Það þýðir því að laun flestra dómara landsins munu engum breytingum taka í þrjú ár. „Við höfum í raun beðið eftir því að lögum væri fylgt. Þegar lögunum um kjararáð var breytt árið 2016 kom inn skýrt ákvæði um að laun yrðu endurskoðuð minnst einu sinni á ári en engin ný ákvörðun var tekin og erindum okkar ekki svarað,“ segir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, formaður DÍ. Formaðurinn segir það vel að breytingar á launum dómara verði fyrirsjáanlegar. Hins vegar sé þungt hljóð í mörgum dómurum þar sem laun þeirra hafi engum breytingum tekið í mörg ár. Hún telur líklegt að stjórn DÍ muni funda vegna efnis frumvarpsins. „Það hefur verið frysting á launum í mörg ár og sú staðreynd kallar á að við endurskoðun fyrirkomulagsins verði tekið tillit til þess,“ segir Ingibjörg.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kjaramál Kjararáð Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira