Innlent

Snjódýptarmetið slegið á Akureyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Myndin er tekin á Akureyri í dag og eins og sést er ekki lítið af snjó í þessum garði.
Myndin er tekin á Akureyri í dag og eins og sést er ekki lítið af snjó í þessum garði. tpt

Snjó hefur kyngt niður á Akureyri og víðar á Norðurlandi síðustu daga.

Verulega bætti í snjóinn í nótt eða svo mjög að snjódýptarmetið fyrir desember var slegið á Akureyri í morgun að því er fram kemur á bloggi Trausta Jónssonar, veðurfræðings. Mældist snjódýptin þá 105 sentímetrar.

Á bloggi sínu segir Trausti að gamla metið hafi verið frá árinu 1965 en þá mældist snjódýptin 100 sentímetrar. Reglulegar snjódýptarmælingar hófust það sama ár.

Trausti bendir þó á að það verði að hafa í huga að snjódýptarmælingar séu mjög ónákvæmar og að nýju metin séu innan óvissumarka ofan við eldri met.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mun ekki bæta mikið í snjóinn á Akureyri næstu daga en í kvöld fer að snjóa á vestanverðu landinu.


Tengdar fréttir

Stefnir í 18 stiga frost

Norðanáttin er loksins að gefa eftir og élin sem hafa dunið á norðanverðu landinu fara minnkandi í dagAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.