Innlent

Opna í Hlíðarfjalli um helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að lyftan Fjarkinn verði ræst. Hólabraut verður einnig opin sem og Töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið.
Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að lyftan Fjarkinn verði ræst. Hólabraut verður einnig opin sem og Töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið. Skíðasvæðið Hlíðarfjalli/Facebook

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað í fyrsta sinn í vetur næstkomandi laugardag, 8. desember, klukkan 10.

Í tilkynningu frá Akureyrarbæ segir að lyftan Fjarkinn verði ræst, auk þess að Hólabraut verður opin sem og Töfrateppið fyrir yngsta skíðafólkið.

Snjó hefur kyngt niður á Akureyri og víðar norðanlands síðustu daga. Verulega bætti í snjóinn aðfaranótt gærdagsins og var snjódýptarmetið fyrir desember var slegið á Akureyri í gær.

Mældist snjódýptin þá 105 sentímetrar. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.